Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 122
116
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
Hann sá þetta ekki fyrir sér sem heimsríki, heldur sem samband
ríkja sem tryggði friðsamleg samskipti þeirra og kæmi í veg fyrir
styrjaldir.9 Kant skrifaði að það þyrfti að „uppræta þjóðernisbrjál-
æðið (Nationalwahn), og í stað þess ætti að koma þjóðernishyggja
og heimsborgarahyggja."10
Habermas deilir með Kant þessum draumi um að komast af
stigi þjóðarréttar yfir á stig heimsborgararéttar.* 11 En draumur
Habermas er ekki óraunsæir draumórar og hann gerir sér grein
fyrir því að einhvers konar heimsstjórn eða heimsríki er bæði
óraunhæft og jafnvel óæskilegt. Það sem vakir fyrir Habermas er
að skýra forsendur og möguleika þess sem hann kallar „heimsinn-
anríkispólitík án heimsríkisstjórnar" (Weltinnenpolitik ohne Welt-
regierung)}2 Hugleiðingar hans um framtíð Evrópu snúast þess
vegna um sterkt evrópskt samveldi sem væri öflugur málsvari Evr-
ópulanda og evrópskra lýðræðishugmynda á vettvangi alþjóða-
stjórnmála.
Það er algerlega nauðsynlegt að efla Evrópuvitund og Evrópu-
sambandið að dómi Habermas, ef við eigum að búa við lifandi
lýðræði í Evrópu á tímum hnattvæðingar. Eg mun byrja á að
kanna rök hans fyrir þessari skoðun. Þá mun ég reifa rök hans
fyrir því að íbúar Evrópusambandsins hafi stjórnmálalegar, menn-
ingarlegar og sögulegar forsendur til þess að geta staðið saman
þrátt fyrir að vera um margt ósamstæðir. Að síðustu mun ég velta
fyrir mér mótrökum gegn þessum hugmyndum hans, einkum
hvort þetta líkan geti verið nógu lýðræðislegt. Aðalspurningin
9 Immanuel Kant, Zum ewigen Frieden, Werke VI, 195-251, gefið út af W.
Weischedel, Frankfurt M., 1964. Sjá grein Habermas um þetta rit, „Kants Idee
des ewigen Friedens - aus dem historischen Abstand von 200 Jahren“, í Die
Einbeziehung des Anderen. Studien zur politischen Theorie, Frankfurt M.:
Suhrkamp, 1999, 192-236.
10 Immanuel Kant, úr Handschriftlicher Nachlass við Anthropologie in pragma-
tischer Hinsicht, í Otto Brunner, Werner Konze, Reinhart Koselleck (ritstj.),
Geschichtliche Grundhegriffe. Historisches Lexikon zur politisch-sozialen
Sprache in Deutschland, 6. bd., Stuttgart: Klett Cotta, 1992.
11 Jiirgen Habermas, „Von der Machtpolitik zur Weltburgergesellschaft“, í Zeit
der Ubergánge, 27-39.
12 Júrgen Habermas, „Die Postnationale Konstellation und die Zukunft der
Demokratie", 156.