Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 214
208
JÓN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
svona: „Grundvallareinkenm vana er að sérhver athöfn sem maður fram-
kvæmir og reynsla sem maður verður fyrir breytir honum, en þessi breyt-
ing hefur áhrif á eiginleika síðari athafna og reynslu hvort sem maður vill
það eða ekki.“45 Frelsi í persónulegum jafnt sem félagslegum skilningi
felst nákvæmlega í því að móta reynslu sína þannig að tökum verði náð á
þeim vana sem skapast. Valdbeiting getur vel átt rétt á sér og verið þörf í
tilteknum takmörkuðum aðstæðum en sem almenn regla takmarkar hún
reynsluna og afskræmir reynsluhætti, athafnir, upplifun og skynjun.
Hugmyndin sem býr að baki er sú að við verðum að líta á alla reynslu
mannsins, jafnt persónulega reynslu sem félagslega, sem óslitið ferli, eitt
orsakasamhengi: Reynsla er samfelld. Svonefnd samfelluregla sem Dewey
leggur til grundvallar er sú almenna regla að reynsla fortíðar móti að ein-
hverju leyti reynslu framtíðar. Mikilvægt er að hafa í huga að hér er ekki
um lögmálshyggju að ræða. Dewey heldur því ekki fram að maðurinn sé
ekkert annað en samanlögð reynsla hans sjálfs. Hann á einfaldlega við að
maðurinn komist aldrei undan reynslu sinni, hún sé alltaf að einhverju
leyti hluti af honum. Því þurfi skólinn að íhuga af mikilli kostgæfni hver
sú reynsla sé sem hann skapar fólki á mikilvægasta þroskaskeiði sínu.
Þetta sjónarhorn gerir okkur auðvelt að skilja hve afdrifarík mistök skól-
inn getur gert, hversu flókið og viðkvæmt viðfangsefni það er að búa til
þroskandi umhverfi.46
Reynslukenning Deweys felur fleira í sér en það að skólinn þurfi að
huga að reynslu nemendanna í heild þegar umhverfi og námsefni er hann-
að og skipulagt. Af samfellureglunni leiðir einnig að námsefni og náms-
ferli verði að haga þannig að það tengist annarri reynslu nemendanna, al-
mennri lífsreynslu og aðstæðum þeirra. I nútímasamhengi má kannski
segja að þetta séu almennt viðurkennd sannindi. Áherslan á þessi tengsl í
nútímaskólakerfi er þó tæpast sú sem Dewey hafði í huga. Hann átti ekki
aðeins við almenn viðmið við gerð námsefnis og kennsluleiðbeininga
heldur átti samfella dagiegrar reynslu innan og utan skólans að geta orð-
ið stöðug uppspretta hugmynda, verkefna og hugsunar í skólastarfi. Sama
á við um tengsl námsgreina. Þó að Dewey væri ekki, eins og Gunnar
Ragnarsson bendir á í formálanum að Reynslu og menntun, talsmaður
samþættingar og samruna námsgreina, þá taldi hann eitt helsta hlutverk
kennara vera að stuðla að því að ólíkar námsgreinar ynnu saman, eins og
fyrr var nefnt. Þó að þessi grundvallarsjónarmið séu nú almennt viður-
kennd er eins með þau og kenningu Deweys um reynsluna að mikið vant-
45 Dewey 2000b, bls. 45.
46 Dewey 2000b, bls. 48—49. Það má halda því fram að þetta gildi um öll vits-
munaleg kerfi, það er þjóðfélög, stofnanir, fyrirtæki o.s.frv. Þó að hugmyndin
sé sett fram sálfræðilega þá á hún við um allar einingar sem beita vitsmunum
með einum eða öðrum hætti.