Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 159
SKÍRNIR
HVAR? ... Ó HVAR?
153
talinn til merkustu kvæða á þýsku frá síðustu öld. Ólíklegt er ann-
að en Jóhann hafi þekkt skáldið Rilke vel og kynnst Dúínó-elegí-
unrnn fljótlega. Þar má benda á ýmis líkindi við „Söknuð" - í brag,
tóntegund, og að nokkru leyti í inntaki kvæðanna.24 Hér er dæmi
um brag Dúínó-elegíanna, tekið úr fyrstu elegíu. Hann er sá sami
og grunnbragurinn á „Söknuði“ (daktýlskur, hnígandi þríliðir) og
hugblær dæmisins minnir einnig á það kvæði:
O und die Nacht, die Nacht, wenn der Wind voller Weltraum
uns am Angesicht zehrt -, wem bliebe sie nicht, die ersehnte,
sanft enttáuschende, welche dem einzelnen Herzen
múhsam bevorsteht. Ist sie den Liebenden leichter?
(Og nóttin, ó nóttin, er vindurinn fullur af fjarska
um andlit vort blæs -, hver ætti hana ekki, þá þráðu
sem bregst okkur mild og bíður hins einmana hjarta
með þrautir í skauti. En er hún þá elskendum vænni?)
(Kristján Árnason þýddi)25
Og spunahljóð tómleikans lætur í eyrum vor lægra.
Og leiðindin virðast í úrvinda hug vorum sefast.
Og eitthvað, er svefnrofum líkist, á augnlok vor andar,
Vér áttum oss snöggvast til hálfs - og skilningi lostin
Hrópar í allsgáðri vitund vor sál: Hvar!
Ég breyti hér uppsetningu lokalínunnar til að bragurinn komi
skýrar fram.
Kvæðið „Söknuður“ er sumsé elegía. Bragur dæmisins sem ég
tók þaðan er fimmliðaháttur og að forminu til því ekki hin klass-
íska elegía þar sem saman fara hexameturs- og pentameturslínur
eins og í „ísland! farsældafrón“, en hann er daktýlskur eins og þar.
Þetta er hinsvegar augljóslega elegíuháttur Rilkes, og hugblærinn
24 Kristján Árnason benti þegar 1980 á viss líkindi með „Söknuði" og bálki Rilkes,
einkum í brag, en gat þess einnig, réttilega að mínum dómi, að kvæðin væru að
öðru leyti ólík um flest. Ekki má þó vanmeta þann skyldleika sem felst í ljóð-
tegundinni. „Sérstaða Jóhanns Jónssonar", Tímarit Máls og menningar 1/1980,
bls. 58-59.
25 Rainer Maria Rilke: Dúínó-tregaljóðin, Bjartur 1996, bls. 41.