Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 178
172
ÁSTA KRISTJANA SVEINSDÓTTIR
SKÍRNIR
Enskir og bandarískir femínistar tala þess vegna um hlutfallslegan
mismun á þeirri umhyggju sem konur veita og þeim stuðningi sem
þær njóta. Það skýtur því skökku við að Gilligan skuli ekki fjalla ýt-
arlegar um nauðsyn á gagnkvæmri umhyggju með tilliti til þessa mis-
ræmis, þar eð þroskað umhyggjusiðgæði byggist að hennar mati á
rétti hvers og eins til að njóta umhyggju í víðustu merkingu þess orðs.
En um leið og Gilligan talar um rétt á umhyggju er hún komin yfir á
svið réttlætissjónarmiða.7
Hins vegar gagnrýnir Sigríður eðlishyggjuna sem liggur til grundvallar
þessum sjónarmiðum fyrir að setja konum of þröngar skorður (bls. 55):
Áherslan á umönnunar- og mæðrahlutverkið í reynsluheimshugtaki
Kvennalistans leiddi þegar fram í sótti til gagnrýni á hina svokölluðu
‘mæðrahyggju’. Mynd kvenna þótti takmörkuð um of við mæðra-
hlutverkið á kostnað fjölbreytileika kvenna.
Gagnrýni Sigríðar á hugmyndir Gilligan, Chodorow og mæðrahyggju
Kvennalistans er fyrst og fremst fyrir að styðja ekki kröfuna um kven-
frelsi. Sigríður segir beinum orðum á einum stað (bls. 63): „það er því ekki
að undra að hugmyndin um kvenfrelsi - frelsið til að velja - hafi helst
mælt gegn of einhæfri mæðrahyggju í hugmyndafræðilegri umræðu
Kvennalistans“. Hér skipar Sigríður sér svo ekki verður um villst á bekk
með kvenfrelsiskonum, konum sem vilja aukið frelsi til að velja.
Það er kannski ekki að undra að eðlishyggja Gilligan, Chodorow og
Kvennalistans eigi undir högg að sækja þegar aðalmarkmið femínisma er
ekki álitið vera að gagnrýna gildi samfélagsins, heldur að auka valfrelsi. Því
eðlið sem konum er eignað með eðlishyggjukenningunum, og sem alls
konar aðrir eiginleikar fylgja, er nokkuð sem konur geta ekki valið jafnvel
þótt þær vildu. Eðlishyggja á ekki miklu fylgi að fagna nú um stundir og
ég get mér þess til að ástæðan sé sú að flestir femínistar líti nú á femín-
ismann sem kvenfrelsishreyfingu, ekki gildishreyfingu. Frelsishreyfing
getur haft það að leiðarljósi að auka sjálfræði kvenna, getu þeirra til að ráða
sér sjálfar og taka eigin ákvarðanir á meðvitaðan hátt og fylgja þeim eftir.
En eins og áður er sagt þarf frelsishreyfing ekki endilega að miðast við
sjálfræðið. Meira að segja eru til femínistar sem gagnrýna sjálft hugtakið
sjálfræði annaðhvort vegna þess að það er álitið kynjað, eða vegna þess að
það er álitið vera arfleifð gamallar og úreltrar frumspeki alhæfinga. Flest-
ir kvenfrelsissinnar nýta sér aftur á móti hugtök eins og sjálfræði og rétt-
læti til þess að styðja kröfur um þjóðfélagsbreytingar. Eins og búast má
við eru þeir uggandi um hvers konar umbótum er hægt að koma í kring
7 f þessu samhengi vísar Sigríður í Brigitte Rommelspacher, 7ur Ambivalenz der
Weiblichen Moral, Frankfurt, 1992, bls. 69.