Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 201
SKÍRNIR
MENNTTJN, REYNSLA OG HUGSUN
195
í þeim skilningi er sannleikurinn ekki afstæður, né heldur er hægt að
hugsa sér milliliðalaus tengsl fullyrðingar og veruleika. Kjarni málsins er
sá að fullyrðing, sannfæring eða niðurstaða hefur ævinlega tilgang eða
hlutverk. Samhengið getur verið spurning sem spurt er, vandi sem glímt
er við eða samskipti af einhverju tagi. Það er enginn vandi að gera grein
fyrir samsvörun staðhæfingar og staðreyndar innan slíks samhengis, en
málið vandast þegar ætlast er til að samsvörun, sem í eðli sínu tilheyrir
ákveðnu samhengi, sé algild. Almenn lögmál hafa sama einkenni, þau
gilda að svo miklu leyti sem hægt er að gera grein fyrir réttu samhengi eða
aðstæðum en utan þess eru þau einfaldlega merkingarlaus. Eitt einkenni
vísinda er krafan um að gerð sé skýr grein fyrir samhengi og takmörkun-
um fullyrðinga. Þannig má segja að hlutverk vísinda felist í að takmarka
sannindi í umferð, svo notuð sé hagfræðileg samlíking, ekki síður en að
framleiða þekkingu. En besta leiðin til að skapa það sjónarhorn sem get-
ur takmarkað gildi staðhæfinga og niðurstaðna í vísindum er að spyrja:
Hverju á þessi fullyrðing að svara, í hvaða tilgangi er hún sett fram?
Hefðbundinn skilningur á þekkingu gengur út frá því að hún sé eins
konar eftirmynd veruleikans. En þetta „eftirmyndarlíkan“ þekkingar er
gallað og við nána skoðun verður fyrirbærið þekking æ óskiljanlegra. Það
getur vissulega átt vel við að líkja sumum tegundum þekkingar við spegl-
un, mynd eða kort. Ekki verður þó sagt að þetta gefi raunsanna mynd af
kjarna þekkingarinnar.12 Pragmatistar leggja til nokkur líkön sem leyst
geta eftirmyndarlíkanið af hólmi. Þar ber einkum að nefna svokallað at-
hafna- eða samskiptalíkan, en í því er orðræða rannsóknarinnar lögð til
grundvallar.13 Vísindaleg eða fræðileg rannsókn reynir á þanþol þeirrar
orðræðu sem markar ramma viðurkenndra möguleika til athafnar. Orð-
ræðan er ekki bara hugtök og rannsóknaspurningar sem liggja á yfirborð-
inu. Hún er einnig og ekki síður myndmálið sem beitt er, viðteknar stað-
reyndir, hugmyndir um hvað gildi og hvað ekki sem skýring eða fullnægj-
andi lýsing. Orðræðan er rammi hins mögulega í öllu fræðilegu starfi.
Hins vegar geta nýjungar, ný þekking og uppgötvanir breytt orðræðunni
á ýmsa vegu. Þannig gera pragmatistar ráð fyrir því að ný þekking feli í
sér orðræðubreytingu fremur en breytingu á einhverju sem ástæða væri
til að telja eftirmynd veruleikans.
hafa í huga að þessi hugmynd um hlutlægni er fyllilega samrýmanleg því sem
Rorty nefnir íroníska (sem hugsanlega mætti kalla glettna) afstöðu til veruleik-
ans. Hlutlægnin varðar þá fyrst og fremst þann möguleika að sannfæringu megi
endurskoða á þann veg að einhver ástæða sé til að ætla að ný skoðun sé betri en
hin sem hún leysir af hólmi.
12 Sjá t.d. Richard Rorty 1979, bls. 131-164.
13 Sjá um þetta t.d. Jurgen Habermas „Richard Rorty’s Pragmatic Turn“, Rorty
and kis Critics, ritstj. Robert Brandom, Blackwell, Oxford, 2000, bls. 52.