Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 143
SKÍRNIR
HVAR? ... Ó HVAR?
137
Svartakompa (Lbs. 4635, 4to), svört stílakompa með hrein-
skrift kvæða í lokagerð, er gjöf til Landsbókasafns frá Kristni E.
Andréssyni, og hefur að geyma hreinskrift Jóhanns á fimmtán
kvæðum; tólf þeirra fóru í Kvæði og ritgerðir Jóhanns sem Hall-
dór Kiljan Laxness gaf út 1952. Þar er „Söknuður" seinasta kvæð-
ið en án þess titils, yfirskriftin er einungis: „Hvar hafa dagar lífs
þíns ...“. Af kvæðahandritum Jóhanns á Landsbókasafni verður
því ekki séð hvaðan heitið „Söknuður" er komið. Það kann að
vera rétt sem Eysteinn heldur fram að það sé frá ritstjórn Vöku, en
hitt verður að telja ósennilegt, meðan gild rök skortir, að titillinn
„Kvæðið um engilbarnið litla bróður“ eigi nokkuð skylt við
„Söknuð“. Og úr því ekki er lengur til það handrit sem kvæðið var
sett eftir í Vöku í árdaga verður víst að ganga út frá því að „Sökn-
uður“ sé rétt heiti þess, og jafnvel þó svo væri að það sé ekki frá
Jóhanni komið í upphafi þá hafi hann að minnsta kosti samþykkt
það heiti.6
Áður en ég skil við þetta efni langar mig að setja fram tilgátu
um ástæður þess að Jóhann hafði einungis upphafsorð kvæðisins
að yfirskrift þess í Svörtukompu. í grein (upphaflega fyrirlestri)
sem Skúli Þórðarson sagnfræðingur birti um kynni sín af Jóhanni
vitnar hann í afar merkilegt bréf (frá 17. júní 1927) þar sem Jóhann
lýsir tveimur kvæðum sem hann sendi Skúla.7 Annað er á þýsku
og „gerir enga kröfu til þess að verða skoðað sem listaverk" að
sögn Jóhanns, en:
Hitt kvæðið, sem aðeins er einn liður (eins og þú sérð) og inngangur stórs
kvæðis, er hinsvegar - ernst zu nehmen\ Ég veit ekki hvernig það verkar
á þig. Þú ert fyrsti landinn, sem ég sýni það. Mér sjálfum líkar það ekki
að öllu leyti, fæ þó ekki enn sem komið er bætt úr lýtum þeim, sem mér
virðist á því vera. En þó tel ég það til hins bezta sem mér hefur tekist að
skrifa hingað til. Þetta er fyrsta tilraun mín til að skrifa moderne Lyrik á
íslenzku. Modern er þessi Lyrik í þeim skilningi, að hún fjallar í eðli sínu
frekar um almennt efni en einungis um privat mál. Bræðrahugur hins nýja
6 Til þess bendir einnig orðalag Inga Boga í kaflanum Frumbirting „Saknaðar"
(26);
7 Greinin er í Hátíbarblabi 1. des. 1968 (útg. Skólafélag Menntaskólans í Reykja-
vík), bls. 17-20.