Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 56
50
HELGA KRESS
SKÍRNIR
kinnar mér, þó einkum og sérílagi ef ég reyndi að sýngja bassa einsog
Kristján á Minna-Mosfelli. Oft stöðvaðist þessi hrifni saungur af óstöðv-
andi gráti og hósta saungvarans og gjammi hundsins. (84-85)
í þessari frásögn er áherslan lögð á röddina sjálfa, spangólið,
hjáróma tóninn, bassann, grátinn. Málið er ókennilegt og það velt-
ur upp úr söngvaranum, merkingarlaust sem slíkt. Þetta kallast á
við orð Roland Barthes um röddina sem líffæri ímyndunarinnar
handan samfélagslegs tungumáls. „Le voix est un organe de
l’imaginaire," segir hann á einum stað í viðtali.9 Tungumál manns-
ins er bæði rödd og orð, röddin kemur úr líkamanum, orðin úr
samfélaginu. Þetta tvískipta eðli tungumálsins kemur skýrt fram í
ljóðasöng, sem er annars vegar rödd söngvarans, hins vegar orðin
sem söngvarinn flytur. Röddin, raddbeitingin, er aðalatriðið. Hún
tjáir betur en orðin það sem þau segja, eða segja ekki.
Þessi hugmynd kemur hvað eftir annað fram í verkum Hall-
dórs, t.a.m. í fjölmörgum ummælum hans um „blæinn“ á rödd Jó-
hanns Jónssonar. En Jóhann er honum persónugervingur skáld-
skaparins, jafnvel þótt hann hafi svo til ekki skrifað neitt og hafi
verið „sneyddur rithöfundarhæfileikum", eins og Halldór segir
um hann í minningargrein.10 „Blænum á rödd hans, hinum sterka
persónulega djúprómi, er vitanlega jafn ógerlegt að lýsa og öðrum
þeim þáttum sem upprunalegastir eru í fari manna.“ (196) Verk Jó-
hanns verða ekki til með sama hætti og annarra skálda, „þau
komust yfirleitt ekki í tæri við blek og penna, þaðanafsíður
prentsvertu og blý“ (194), hann miðlaði þeim „aðeins hinum nán-
ustu vinum, tjáði þeim í samtali hinar skáldlegu hugsmíðar sínar á
kyrlátum næturstundum; á eftir fanst okkur við hefðum búið í
skugganum af væng snildarinnar sjálfrar; letrað mál var hégómlegt
í samanburði við þennan dimma gullbrydda róm, sem stundum
hafði mýkt af flosi." (194) í Skáldatíma víkur hann enn að rödd
Jóhanns og tengir skáldskap og tónlist: „Dimmur gullbryddur
málrómur tjáði sálarlíf hans ekki síður en ljóðabrotin sem hann
9 Roland Barthes, Le grain de la voix. Entriens 1962-1980, París: Éditions du
Seuil, 1981, bls. 302.
10 Halldór Laxness, „Af Jóhanni Jónssyni,“ Vettvángur dagsins (1942), 2. útg.,
Reykjavík: Helgafell, 1962, bls. 195.