Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 93
SKÍRNIR
HLUTHAFI í VERULEIKANUM ...
87
(74). Sagan á að lifa sínu sjálfstæða lífi án þess að höfundurinn fari
að þröngva upp á hana einhverjum hugsjónaboðskap.
Breytingin á skáldsagnastíl Halldórs um þetta leyti er ekki til
umræðu hér. Þó er rétt að víkja örfáum orðum að hugtakinu
„essay-roman“, en svo nefndi hann síðustu sagnabækur sínar, allt-
ént Guðsgjafaþulu og minningasögurnar.39 Skilgreining hans á
þessu blendingsformi er að vísu mjög óljós. Á titilblaði birtist
heitið aðeins framan við danska þýðingu Eriks Sonderholm á
Guðsgjafaþulu, og í eftirmála ritgerðaúrvals Halldórs á dönsku
gerir Sonderholm nánari grein fyrir því og virðist sjálfur hafa átt
þátt í sköpun þess.40 Halldór víkur sjálfur að þessu formi í fyrstu
minningasögunni, kallar þetta „bókmentalega blaðamensku eða
skáldsögu í greinaformi".
Hugsjónin er að gera blaðamensku fagurfræðilega; hefja hana til listgrein-
ar innan bókmenta.41
Blaðamaðurinn er aðskilinn frá þeim heimi sem hann lýsir. Hann
er ekki hluthafi í veruleikanum heldur hlutlaus skoðari hans, hver
sem einkaviðhorf hans kunna að vera. Eldri ritgerðum Halldórs,
rétt eins og skáldsögunum, var ætlað að vinna með öflum lífsins,
„grafa undan stríðinu". Hér er Halldór kominn að þeirri niður-
stöðu að slíkt sé ekki hlutverk bókmenntanna eða rithöfundarins,
a.m.k. sé það honum ofvaxið. Vopnin geti líka hugsanlega snúist í
höndum hans. I sagnagerðinni leitast hann við að búa til sjálfstæð-
an, fjölbreyttan söguheim og skipa álengdar við hann annálshöf-
undi eða skýrslugerðarmanni sem segir frá og veltir vöngum. En
þar getur líka veruleikanum „skotið skökkum við sannindin".
Skýrslugerðarmaðurinn í Kristnihaldi undir Jökli verður fyrir því
að skýrslunni slær inn í blóð hans sjálfs, hún rennur saman við
kvikuna í hans eigin lífi.
39 „Gud bevare mig frán att frálsa várlden.“ Halldór Laxness intervjuas av Harald
Gustafsson. BLM 5/1981, 287. Sigþrúður Gunnarsdóttir, „Leitin að upptökum
Nílar. Um minningabækur Halldórs Laxness." Tímarit Máls og menningar 2
1998, 81-82.
40 Halldór Laxness, Fortid, og nutid, essays. Udvalgt og oversat af Erik Sonder-
holm. Kaupmannahöfn 1986, 146-147.
41 JJngur eg var. Reykjavík 1976, 153.