Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 144
138
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
manns, sem telur sig fjöldans lið og brot, andar úr þessum línum. Jú, það
er reyndar ég sjálfur, sem ég segi frá - en jafnframt er þetta raunaljóð mitt,
raunaljóð okkar allra. Þetta sýnir sig ennfremur í ytra formi, í fleirtölunni
- vér í stað ég-sins.
Því miður kemur ekki fram í grein Skúla hvert kvæðið er, en margt
bendir til að um „Söknuð“ sé að ræða, þó sennilega ekki í endan-
legri gerð, enda er það kvæði látið fylgja greininni. Bæði Ingi Bogi
og Eysteinn ganga út frá því að kvæðið sé „Söknuður", Ingi Bogi
hefur reyndar á því fyrirvara (24) en Eysteinn ekki (70). Ef við
setjum svo að Jóhann sé hér að tala um „Söknuð" - nokkurn veg-
inn í því formi sem við þekkjum kvæðið nú - þá segir hann full-
um fetum að það sé hugsað sem fyrsti hluti lengra kvœðis („inn-
gangur stórs kvæðis“). Það kemur okkur lesendum að vísu mjög á
óvart en gæti þó staðist, og þar með væri komin ástæða til að setja
ekki á það titil. En þetta eru auðvitað ekki annað en getgátur,
ótraustar af því við þekkjum ekki kvæðið sem Skúli fékk, og við
það verður líklega að sitja. - Að öðrum atriðum í þessum bréfkafla
vík ég síðar.
Um expressjónisma
Er „Söknuður" expressjónískt kvæði, eða kennir þar að minnsta
kosti expressjónískra áhrifa? - Fyrst er talað um slík áhrif í kvæð-
inu, svo mér sé kunnugt, í bók Eysteins Þorvaldssonar um „upp-
haf módernisma í íslenskri ljóðagerð":
Ótvíræð einkenni expressjónisma birtast í tilfinningalegri útmálun kvæð-
isins á veruleikanum. Hinar áköfu tilfinningar örvæntingar og tómleika
brjótast fram í upphrópunum og stundum í harla sérkennilegum mynd-
um
segir þar.8 Ég tel reyndar að ekkert af þessu sé að finna í þeim mæli
í „Söknuði" að til marks sé um slík áhrif, og að ofangreind atriði
megi skýra betur öðruvísi. Eysteinn endurtekur síðan þetta mat
sitt á umræddum venslum í Skírnisgreininni (57 og 70-71), með
8 Atómskáldin, Hið íslenska bókmenntafélag 1980, bls. 60.