Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 191
SKÍRNIR
ENDALOK SOGUNNAR...
185
eða hinnar nærverandi lifandi veru annars vegar og vofukenndrar eft-
irlíkingar hennar hins vegar, andstæðuna milli þess sem er verulegt
(wirklich) og þess sem er ekki verulegt, það er að segja svo lengi sem
við styðjumst við almenna eða sögulega hugmynd um tímann sem fel-
ur í sér að hann sé einföld keðja þar sem ein nútíð tekur við af annarri
í réttri röð [...]. (119)
Hugmyndir um tímann hafa verið eitt helsta viðfangsefni Derrida frá
fyrstu tíð, og sækir hann þar í smiðju þýska heimspekingsins Martins
Heidegger. Hina „almennu eða sögulegu hugmynd um tímann“ sem
Derrida talar um í ofangreindri tilvitnun má leggja að jöfnu við hið
„venjulega" eða „óeiginlega“ tímahugtak sem Heidegger lýsir og greinir í
bók sinni Vera og tími (Sein und Zeit).20 Heidegger skilgreinir hið venju-
lega tímahugtak svo að það miðist við að tíminn sé ekki annað en röð
augnablika sem hvert um sig er fyrrverandi, núverandi eða verðandi nú-
tíð; fortíðin er þannig skilin sem ekkert annað en „liðin nútíð“ og fram-
tíðin sem „komandi nútíð“. Að mati Heideggers er slíkur tímaskilningur,
sem einnig má kenna við tækni, snar þáttur í heimsmynd nútímamanna
og raunar ein helsta rótin að þeim ógöngum sem Heidegger telur mann-
kynið hafa ratað í. Derrida segir reimleikahugtak sitt geta varpað ljósi á
hversu vafasöm tímahugmynd af þessu tagi er:
Ef eitthvað í líkingu við reimleika er á annað borð til, þá er ástæða til
að draga þessa traustvekjandi röð augnablika í efa, og þá sérstaklega
mörkin á milli nútíðarinnar, hins verulega eða nærstadda raunveru-
leika nútíðarinnar annars vegar og alls þess sem hægt er að stilla upp
sem andstæðu hennar hins vegar: fjarvistarinnar, þess sem er ekki nú-
tíð, þess sem er ekki verulegt, þess sem er ekki í raun, sýndarinnar eða
jafnvel eftirlíkingarinnar almennt talað o.s.frv. Fyrst og fremst ber að
draga samtímavitund nútíðarinnar um sjálfa sig í efa. Áður en hægt
verður að vita hvort mögulegt er að greina á milli vofu fortíðarinnar
og vofu framtíðarinnar, nútíðar fortíðarinnar og nútíðar framtíðar-
innar, þarf ef til vill að spyrja sig að því hvort virkni reimleikanna
felist ekki í því að setja þessa andstæðu úr skorðum, eða jafnvel þessa
díalektík, milli hinnar verulegu nútíðar og þess sem hún er ekki. (72)
Sú hugmynd um tímann sem Derrida heldur fram í Vofum Marx snýst
framar öllu um það sem hann nefnir, með tilvísun til hinna frægu orða
Hamlets „the time is out ofjoinf („úr liði er öldin“21), „liðskekkingu" (fr.
20 Sjá Martin Heidegger, Sein und Zeit, Tiibingen, Max Niemeyer Verlag 1993,
bls. 420-436 (greinar 81-82).
21 Sjá William Shakespeare, Leikrit III, Helgi Hálfdanarson þýddi, Reykjavík, Al-
menna bókafélagið 1984, bls. 143.