Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 212
206
JÓN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
aðgengilegu samhengi sem auðveldar alla umræðu um það og út frá því.
Þetta eru mikilsverðir eiginleikar í skóla sem leggur áherslu á samræður
nemenda og vitræn samskipti þeirra. Því er ekki mark takandi á gagnrýni
á rannsóknakenningu Deweys og hugmynd hans um aðferðir, nema
gagnrýnin taki tillit til tengsla kenningarinnar við kennslu og menntun.
Það er á ábyrgð skólans að skapa nemendum það umhverfi að reynsla
þeirra verði áhugaverð og frjó.41 En til þess að svo geti orðið telur Dewey
að það þurfi að gefa meðferð hugsunarinnar sérstakan gaum og gæta þess
að skólinn vanræki ekki heimspekilegt hlutverk sitt. Þess vegna eigi kenn-
arar að vera vel að sér í heimspeki eða rökfræði og vera færir um að rök-
ræða við nemendurna. Að áliti Deweys verður því aðeins raunverulegur
árangur af skólastarfi ef nemendur öðlast vitsmunalegt og tilfinningalegt
sjálfstæði. Skóli sem hirðir ekki um, eða er ófær um, að skapa rétta
reynslu er misheppnaður skóli. Sú spurning verður raunar áleitin þegar
bók eins og Hugsun og menntun er lesin hvort við stöndum ekki að
mörgu leyti enn í sömu sporum og á tímum Deweys. Þó að skólar hafi
gengið í gegnum ýmsar tískubylgjur í kennsluinntaki og kennsluaðferð-
um og eflaust tekið einhverjum framförum með hverri bylgjunni, þá er
enn eins og skólakerfið óttist að ganga of langt í að skapa það umhverfi í
skólanum sem líklegast er til að geta af sér sjálfstæða og sjálfsörugga ein-
staklinga, óhrædda við að nota vitsmuni sína til fulls.
Þriðji hluti bókarinnar hefur yfirskriftina „Þjálfun hugsunar" og lýk-
ur með hugleiðingu um samband leiks, listar og kennslu. Dewey hnykk-
ir á þeirri skoðun sinni að í menntun verði öll dýpt mannlegrar starfsemi
að birtast. Sú menntun standi ekki undir nafni sem leggur ofuráherslu á
þjálfun í afmörkuðum greinum en skilur aðrar útundan. Skóli sem skilar
frábærlega hæfum fáfræðingum sinnir ekki hlutverki sínu, hann sviptir
nemendurna möguleika á menntun í stað þess að veita hana.42
Hugsun og menntun leggur öðru fremur til heilsteypt rök fyrir því að
hugsun, reynsla og skólastarf þarfnist skapandi og fjölbreyttra verkefna.
Tilhneiging í skólastarfi nú og raunar alla tíð er sú að raða námsgreinum
eftir mikilvægi og leggja svo mesta áherslu á markvissa kennslu í þeim
greinum sem mikilvægastar eru taldar, láta hinar jafnvel mæta afgangi.
Ein dýpsta hugmynd Deweys um skólamál snýst um forsendur röðunar
af þessu tagi. Þó að hann sé ekki á móti því að raðað sé á einhverjum for-
sendum þá verður aðalatriðið í skólaspeki hans spurningin um hvernig
megi láta námsgreinar styðja hver aðra, vinna saman, fremur en að ein-
angra þær og einblína á nokkrar grunngreinar. Þannig er Dewey t.d.
sannfærður um að kunnátta og innsæi úr myndlist og tónlist geti verið
41 Sjá t.d. John Passmore, The Philosophy of Teaching, Duckworth, Lundúnum,
1980, bls. 59-60.
42 Sjá Dewey 2000a, bls. 247.