Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 88
82
ÞORLEIFUR HAUKSSON
SKÍRNIR
ir, ræskingar í leikhúsum og í útvarpi, yfirstéttarhroka breskra
liðsforingja, stafsetningardeilur, en einnig um ofríki stjórnmála-
manna gagnvart skáldum og listamönnum. Samanborið við æsku-
greinarnar er stíllinn tempraðri, lausari við ærsl og gönuhlaup.
Eigi að síður er hann enn stóryrtur og iðulega hæðinn og blæ-
brigðaríkur miðað við önnur slík deiluskrif um dægurmál:
„Hreysti“ þessara karla var falin í því að þeir fóru yfir fjallvegi að vetrar-
lagi álíka skynsamlega búnir og Reykjavíkurstúlkur nútímans gánga hér
um göturnar í aftökunum. [...] Þeir hröpuðu í giljum, kútveltust í ám,
geingu fyrir björg, það tók þá snjóflóð, þeir mistu hestana, þeir týndu
póstinum, samferðafólk þeirra varð úti, þeir urðu úti sjálfir, alt varð úti -
eða bjargaðist með kraftaverki fyrir náð guðs.31
Upp og ofan er heimsstyrjöld meinlaust grín hjá því að veiða fisk á Is-
landi. Hvern er verið að afsaka og fyrir hverjum að hræsna með því að
prýða þessa sóun mannslífa með heitinu „fórn“ og öðrum hátíðlegum
nöfnum? Væri ekki nær að spyrja: Hvar er morðínginn?32
Virk þátttaka rithöfundarins í deilumálum líðandi stundar læt-
ur heldur undan síga í næstu ritgerðasöfnum, Reisubókarkorni
(1950), Degi ísenn (1955) og Gjörníngabók (1959), en í þau skörð
er fyllt með nokkrum tækifærisgreinum og ræðum. Meðal þeirra
er ein sem nefnist „Vandamál skáldskapar á vorum dögum" og er
þýðing á fyrirlestri sem Halldór hélt á vegum norsku stúdenta-
samtakanna í Ósló vorið 1954. Meginþema þess fyrirlestrar er sú
skylda skáldskaparins að þjóna öflum lífsins á viðsjárverðum tím-
um, „grafa undan stríðinu“, eins og hann kemst að orði:
Oll ræðuhöld um skáldskap, list og menníngu eru blátt áfram hlægileg ef
vér bregðumst þeirri mensku frumskyldu, að gera alt sem í voru valdi
stendur til að spilla fyrir þeim sem eru að basla við að koma á stað heims-
brennu.33
Stríðsæsingamenn í hópi stjórnmálamanna og annarra reyni að
siga saman þjóðum í austri og vestri til manndrápa, en sjálfur eigi
hann góða vini báðum megin þess ímyndaða skilveggs milli þeirra
31 „Er kalt á íslandi?” Sjálfsagðir hlutir. Reykjavík 1946, 209.
32 „Hvert á að senda reiknínginn?" Sjálfsagðir hlutir, 211-212.
33 Dagur í senn, 193-194.