Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 115
SKÍRNIR
UPPREISN ÆSKUNNAR
109
Gefr konungr Marsilío konungi sitt ríki, en jarldóm dyrverði. Darío gefr
hann þat vald, sem áðr hafði dyrvgrðr. Farhirðinum gaf hann þat hús, er
Daríus átti, ok gerir þetta allt sakir Flóres. (74-75)
Þannig rífur sagan sjálfa sig niður og lesandinn veit ekki hverju
hann á að trúa. Ef til vill er þessi fjarstæðukennda gamansemi þátt-
ur í unglingslegri uppreisnargirni sögunnar, enda þess háttar gam-
an líklega ekki síst við skap ungmenna.
Svipuð tvísýnarlist skapast af hinni skáldlegu skýringargirni
sögumanns sem stöðugt þarf að segja lesendum sínum hvað sé að
gerast, eins og til að mynda þegar móðir Blankiflúr segir Flóres að
hún sé látin: „En um dauða hennar laug hon því at honum, at hon
hafði svarit konungi eið“ (21). Þegar hefur verið greint frá þessu
og hér er því um ofskýringu að ræða sem virðist kómísk þó að
erfitt sé að skera úr um það. Síðan leggur Flóres af stað í hina
löngu leit sína uns kemur til borgarinnar Babýlon og þá segir:
„Nú var Flóres þar kominn, er unnasta hans var; þurfti hann nú
góðra ráða við“ (40). Hér er sögumaðurinn tekinn að hegða sér
eins og írónískir sögumenn Sterne, Fielding og fleiri skáldsagna-
höfunda 18. aldar. Sams konar ágengni kemur fram síðar þegar
konungurinn vondi kemur að þeim Blankiflúr í rúminu: „En þá
mátti hann sjá pll þau tíðindi, hversu þau lágu. Stendr hann yfir
þeim með brugðnu sverði ok eru þau nauðuliga stpdd, nema guð
hjálpi þeim“ (67).
Þessi sögumannságengni er fjarri því sem algengast er í íslensk-
um miðaldabókmenntum þó að hún sé ekki einsdæmi. Hún kem-
ur fram í fleiru, til að mynda segir sögumaður lesendum snemma
að foreldrar Flóres muni ekki hitta hann aftur: „en þau kystu hann
grátandi, ok tóku síðan at reyta hár sitt, ok bgrðu sik ok létu sem
aldri mundu þau hann sjá síðan, ok um þat váru þau sannspá" (31).
Þá fellir þessi sögumaður óhikað dóma um hvað sé eðlilegt og
hvað ekki: „tóku þau þá at gráta, Flóres ok Blankiflúr, sem ván
var“ (68). í þessu tilviki er raunar fullyrðingin kómísk frá sjónar-
horni nútímalesanda sem finnst ekkert sjálfsagt að hetjan Flóres
fari að gráta á slíku augnabliki. Væntanlega hefur hlýðendum
Njálu og annarra vinsælla íslenskra miðaldasagna verið eins farið.
Þar er hreint ekki sjálfgefið að kappar sögunnar gráti. En Flóres er