Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.2002, Page 115

Skírnir - 01.04.2002, Page 115
SKÍRNIR UPPREISN ÆSKUNNAR 109 Gefr konungr Marsilío konungi sitt ríki, en jarldóm dyrverði. Darío gefr hann þat vald, sem áðr hafði dyrvgrðr. Farhirðinum gaf hann þat hús, er Daríus átti, ok gerir þetta allt sakir Flóres. (74-75) Þannig rífur sagan sjálfa sig niður og lesandinn veit ekki hverju hann á að trúa. Ef til vill er þessi fjarstæðukennda gamansemi þátt- ur í unglingslegri uppreisnargirni sögunnar, enda þess háttar gam- an líklega ekki síst við skap ungmenna. Svipuð tvísýnarlist skapast af hinni skáldlegu skýringargirni sögumanns sem stöðugt þarf að segja lesendum sínum hvað sé að gerast, eins og til að mynda þegar móðir Blankiflúr segir Flóres að hún sé látin: „En um dauða hennar laug hon því at honum, at hon hafði svarit konungi eið“ (21). Þegar hefur verið greint frá þessu og hér er því um ofskýringu að ræða sem virðist kómísk þó að erfitt sé að skera úr um það. Síðan leggur Flóres af stað í hina löngu leit sína uns kemur til borgarinnar Babýlon og þá segir: „Nú var Flóres þar kominn, er unnasta hans var; þurfti hann nú góðra ráða við“ (40). Hér er sögumaðurinn tekinn að hegða sér eins og írónískir sögumenn Sterne, Fielding og fleiri skáldsagna- höfunda 18. aldar. Sams konar ágengni kemur fram síðar þegar konungurinn vondi kemur að þeim Blankiflúr í rúminu: „En þá mátti hann sjá pll þau tíðindi, hversu þau lágu. Stendr hann yfir þeim með brugðnu sverði ok eru þau nauðuliga stpdd, nema guð hjálpi þeim“ (67). Þessi sögumannságengni er fjarri því sem algengast er í íslensk- um miðaldabókmenntum þó að hún sé ekki einsdæmi. Hún kem- ur fram í fleiru, til að mynda segir sögumaður lesendum snemma að foreldrar Flóres muni ekki hitta hann aftur: „en þau kystu hann grátandi, ok tóku síðan at reyta hár sitt, ok bgrðu sik ok létu sem aldri mundu þau hann sjá síðan, ok um þat váru þau sannspá" (31). Þá fellir þessi sögumaður óhikað dóma um hvað sé eðlilegt og hvað ekki: „tóku þau þá at gráta, Flóres ok Blankiflúr, sem ván var“ (68). í þessu tilviki er raunar fullyrðingin kómísk frá sjónar- horni nútímalesanda sem finnst ekkert sjálfsagt að hetjan Flóres fari að gráta á slíku augnabliki. Væntanlega hefur hlýðendum Njálu og annarra vinsælla íslenskra miðaldasagna verið eins farið. Þar er hreint ekki sjálfgefið að kappar sögunnar gráti. En Flóres er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.