Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 194
188
BJORN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
eftirmyndar sinnar, „rauntímanum" sem andstæðu þess sem er „ekki
sýnt beint", því sem er verulegt sem andstæðu eftirlíkingar sinnar, því
sem lifir sem andstæðu þess sem ekki lifir, eða, í stuttu máli sagt, því
sem lifir sem andstæðu þess sem er lifandi dautt í vofulíki. Hún gerir
okkur ljóst að við þurfum að hugsa, á grundvelli þessa alls, ný landa-
merki fyrir lýðræðið. Fyrir lýðræðið í vændum og þar með fyrir rétt-
lætið. (268)
Þegar við stöndum frammi fyrir einfeldningslegri bjartsýni eða sjálf-
umglöðu afturhaldi fylgismanna frjálslyndisstefnunnar, sem boða að hið
frjálslynda lýðræði Vesturlanda samtímans sé hvorki meira né minna en
tilgangur, markmið og endalok sögunnar, ber okkur skylda til að halda á
loft þeirri hugmynd að lýðrteðinu er enn ábótavant, um leið og við fylgj-
um fordæmi Jacques Derrida og horfumst í augu við - og tökumst á við
- ranglætið sem blasir við augum í heiminum sem við lifum í:
[...] það á að hrópa fullum hálsi, í sama mund og ýmsir gerast svo
djarfir að halda á loft nýju fagnaðarerindi í nafni hugsjónar um frjáls-
lynt lýðræði sem hafi loksins komist til sjálfs sín í líki æðstu hugsjón-
ar mannkynssögunnar: aldrei fyrr í sögu jarðarinnar og mannkynsins
hefur ofbeldi, ójöfnuður, útilokun, hungur og, í einu orði sagt, efna-
hagsleg kúgun þjakað jafnmargar manneskjur. I stað þess að kveða við
raust um raungervingu hugsjónar hins frjálslynda lýðræðis og hins
kapítalíska markaðar í ofsakæti endaloka sögunnar, í stað þess að
fagna „endalokum hugmyndafræðinnar" og endalokum hinna miklu
frelsunarkenninga skulum við aldrei vanrækja þessa augljósu viða-
miklu staðreynd sem er sett saman úr þjáningu ótalinna einstaklinga:
engar framfarir geta heimilað að horfa framhjá því að aldrei fyrr, á al-
gildum tölulegum mælikvarða, aldrei fyrr hafa jafnmargir karlar, kon-
ur og börn verið undirokuð, svelt eða líflátin á jörðinni. (141)