Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 152
146
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
SKÍRNIR
mínum dómi sú sem reyndar hefur verið ein helsta aðferð bók-
menntakönnunar alla tíð: að bera saman raunveruleg textadæmi,
ekki endilega til að rekja áhrif eða sýna fram á að annar textinn sé
byggður á hinum, þótt það geti stundum fært manni einhvern
sannleik, heldur til að glöggva sig á því hvort um einhver bók-
menntaleg líkindi, skyldleika í tóntegund, yrkisefnum eða skáld-
skaparaðferð sé að ræða. Það tel ég að sé stórum árangursríkari
leið til að finna verki stað í bókmenntalegu samhengi.
Annað sem mælir gegn aðferð Inga Boga er að expressjónism-
inn er fjarska sundurleitur, svo mjög reyndar að örðugt er að tala
um stefnuna með ákveðnum greini sem eitthvað eitt, þótt það sé
svo sem venja Þjóðverja sjálfra. Þessu hefur eitt helsta skáldið,
Gottfried Benn, Iýst vel í inngangi að ljóðasafni sem eftir árang-
urslausa leit að samnefnara var hætt við að kalla Ljóð expressjón-
ismans en þess í stað nefnt Ljóð frá expressjóníska áratugnum.13
Þegar Ingi Bogi talar þannig um að stefnan horfi fram á við til hins
,nýja manns' (40-41) þá á það aðeins við um sum skáldin (t.d.
Becher, Toller, Werfel) og kvæði þeirra frá seinnihluta áratugarins
en alls ekki um önnur.14 Mörg helstu skáldin deyja ung, fyrir
miðjan annan áratug aldarinnar. Þegar fjallað er um expressjón-
ismann þarf því ef vel á að vera að hafa í huga að stefnan skiptist í
ólík tímaskeið - t.a.m. svo: 1) upphaf áratugarins, 2) fyrrihluti
stríðsins, 3) seinnihluti stríðs og lok áratugarins - og einnig land-
fræðilega: Austurríkismaðurinn Georg Trakl á sér til dæmis allt
annan ljóðheim en Berlínarskáldin Benn, van Hoddis eða Georg
Heym.
Rétt er samt að líta á hvernig aðferðin reynist Inga Boga. Hann
telur upp ýmis atriði sem hann kveður einkenna stefnuna (32-35):
1) upplausn hefðbundins ljóðforms, 2) hliðskipun, þar sem nánast
hver ljóðlína er sjálfstæð (dæmi hans er kvæðið „Weltende", sjá
hér að framan), 3) fráhvarf fxá röklegri setningaskipan, 4) mælska
og tilfinningahiti (í því sem kallað hefur verið „messíanskur ex-
13 Lyrik des expressionistischen Jahrzehnts, dtv 1963, bls. 5-16.
14 .Nýjasta lygafárið' („das letzte Lugenfieber") kallaði til að mynda skáldið
Gottfried Benn þessa kenningu. Hér ívitnað eftir Die Lyrik des Expressionis-
mus, dtv 1976, bls. 7.