Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 161
SKÍRNIR
HVAR? ... Ó HVAR?
155
- en gæti þó svo sem verið tilviljun ef fleira kæmi ekki til, því þetta
er dæmigert orðalag í elegískum kveðskap. Raunar er þarna aug-
ljóslega komið stefið Ubi sunt ... (Hvar eru ...) og tilbrigði Jó-
hanns við það. Stefið er algengt í kveðskap á miðaldalatínu að því
er handbækur herma.29 Þar stendur það yfirleitt fremst í upphafs-
línu eða í viðlagi kvæða sem hafa að viðfangsefni söknuð vegna
glataðrar æsku, horfinna vina, týndrar ástar - eða fjalla að öðru
leyti um hverfulleik tímans, fallvaltleik lífsins.
Fræg er lína franska fimmtándualdarskáldsins Villons í „Bal-
lade des dames du temps jadis" („Kvæði um konur liðinna alda“):
„Mais ou sont les neiges d’antan" sem Jón Helgason þýddi svo:
„Ja, hvar skal nú mjöllin frá liðnum vetri?“.30 Brecht tók línuna
upp í viðlag við söng („Nannas Lied“) sem orðið hefur víðkunn-
ur og jók við annarri línu hliðstæðri: „Wo sind die Tránen von
gestern abend? / Wo ist der Schnee vom vergangenen Jahr?“, sem
Þorsteinn Gylfason hefur þýtt svo: „Hvert flóðu tárin sem féllu í
gærkvöld? / Hvað varð af snjónum í vetur sem leið?“31
Þrjú íslensk dæmi um stefið Ubi sunt...:
Hvar eru fuglar þeir á sumri sungu?
Þeir suður flugu brimótt yfir höf.
Hvar eru blómin sæl frá sumri ungu?
Und snjónum hvíla þau í vetrar gröf.
(Steingrímur Thorsteinsson)32
Vei, vei, yfir hinni föllnu borg!
Hvar eru þín stræti,
þínir turnar,
og ljóshafið, yndi næturinnar?
[...]
Hvar eru þau fjöll, sem hrynja yfir mína sorg,
hálsar, sem skýla minni nekt með dufti?
(Jóhann Sigurjónsson)33
29 Sjá t.d. K. Beckson o.fl.: A Reader’s Guide to Literary Terms, The Noonday
Press 1960, bls. 222.
30 Tuttugu erlend kvœði og einu betur, Heimskringla 1962, bls. 26-27.
31 Sprek af reka, Mál og menning 1993, bls. 129-31.
32 Ljóðmœli, Helgafell 1973, bls. 55.
33 Rit eftir Jóhann Sigurjónsson I, Mál og menning 1940, bls. 240-41.