Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 193
SKÍRNIR
ENDALOK SOGUNNAR...
187
messíaníska og frelsandi loforð sem loforð: sem loforð en ekki sem veru-
guðfræðilega eða markhyggju-heimsslitalega stefnuskrá eða áætlun.
Vegna þess að því fer fjarri að snúa eigi baki við hinni frelsandi þrá, öllu
heldur á að halda meiri tryggð við hana en nokkru sinni fyrr [...]. Þar
liggur skilyrði nýrrar stjórnmálavæðingar og ef til vill nýs hugtaks um
stjórnmál" (126). Leyfum Derrida að skýra nánar hvað hér um ræðir:
[...] það sem er og verður jafn óafbyggjanlegt og sjálfur möguleiki af-
byggingarinnar, það er ef til vill ákveðin reynsla af loforðinu um frels-
unina; það er ef til vill hin formlega hlið á ákveðnum formgerðarleg-
um messíanisma, messíanisma án trúarbragða, jafnvel messíanískum
þætti án messíanisma, á ákveðinni hugmynd um réttlætið - sem við
greinum ætíð skýrt frá lögum og rétti og jafnvel frá mannréttindum -
og á ákveðinni hugmynd um lýðræðið - sem við greinum frá núver-
andi lýðræðishugmynd og afmörkuðum birtingarmyndum hennar.
(102)
Samkvæmt Derrida felur því hver sú staðhæfing sem gengur gegn lof-
orðinu um frelsunina sem loforði - það er að segja sérhver yfirlýsing þess
efnis að loforðið hafi verið efnt og hugsjónin um frelsunina, eða með
öðrum orðum lýðræðishugsjónin, sé loksins orðin að veruleika hér og nú
- nauðsynlega í sér brot gagnvart réttlætinu. Loforðið stendur; það er og
verður loforð og í þeirri vissu ber okkur að vinna að því að efna það -
enda þótt sú stund muni aldrei renna upp heldur að eilífu búa í framtíð-
inni. Ef við höldum því fram að loforðið hafi verið efnt höfum við þar
með svikið loforðið; lýðræðið er og verður í v<endum.2J' Að vísu er jafn-
framt ljóst að verufræðileg hugsun mun hér eftir sem hingað til reyna allt
hvað af tekur að kveða niður drauga í eltingarleik sínum við drauminn um
altækan sjóndeildarhring, eins og tilgáta frjálslyndissinna um endalok
sögunnar er skólabókardæmi um. En slík viðleitni hlýtur þó að öðlast æ
ólánlegra yfirbragð í heimi sem reimleikarnir setja mark sitt á með sífellt
augljósari hætti:
Beiting tækninnar (tekhné), tækni-vísindanna eða samskiptatækninn-
ar [...] gerir okkur ljóst, skýrar en nokkru sinni fyrr, að við þurfum
að hugsa sýndargervingu rúms og tíma, möguleikann á sýndaratburð-
um sem eiga sér stað á slíkri hreyfingu og með slíkum hraða að okk-
ur verður fyrir vikið ófært [...] að stilla návistinni upp sem andstæðu
24 Zygmunt Bauman orðar þessa hugsun sem hér segir: „Lýðræðislegt þjóðfélag
þekkist af því að í því ríkir sífellt grunur um að verkefni þess sé ólokið - að enn
skorti á lýðræði" (Zygmunt Bauman, „Lýðræði á tveimur vígstöðvum“, Geir
Svansson þýddi, bls. 42-49 í Hjálmar Sveinsson og Irma Erlingsdóttir (ritstj.),
Framtíð lýbrxðis á tímum hnattvœðingar, Atvik 4, bls. 43).