Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 207
SKÍRNIR
MENNTUN, REYNSLA OG HUGSUN
201
togstreitu væru því ekki aðeins aðaleinkenni samtímans heldur eitt af því
sem knúði samfélagið áfram.28
Hér hef ég dregið fram nokkra meginþætti í afstöðu pragmatista og þá
einkum Deweys, til þekkingar og veruleika. Pragmatistar lesa hvorki
frumspekilega né siðferðilega fasta inn í mannlega orðræðu. Tilraun þeirra
felst í rannsókn á því hvernig hægt sé að hugsa um mannlegan veruleika -
þekkingu, siðferði - og losa sig um leið undan ýmsum kreddum heim-
spekinnar sem torvelda okkur frekar en auðvelda að skilja heiminn. Þó að
heildarsýn pragmatisma eigi meira skylt við módernisma en póstmódern-
isma þá er engu síður auðvelt að greina sameiginlega þætti í heimspeki
pragmatistanna og skrifum samtímafræðimanna, ekki síst svokallaðra
póstmódernista. Ég tel þvf að heimspeki pragmatistanna sé mikilvæg við-
bót við vísinda- og samfélagsgagnrýni samtímans.
II. Menntun sem kjarni heimspekinnar
Hugsun og menntun (How we Think) var upphaflega skrifuð fyrir kenn-
aranema og hafði einkum þann tilgang að koma rannsóknarkenningu
Deweys og afstöðu hans til þekkingar og menntunar á framfæri í einfald-
aðri mynd. Sjálfur lýsti Dewey bókinni svo að hún væri tilraun til að fella
„pragmatíska rökfræði" að kennsluaðferðum. Þannig er Hugsun og
menntun ekki bók um rökfræði Deweys, hún er bók um hugsun og
menntun sem gengur út frá rannsóknakenningu hans.29
Það er mjög mikilvægt að hafa þessar forsendur Deweys í huga þegar
bókin er lesin. Þar er ekki að finna nein rök fyrir heimspekilegri afstöðu
Deweys eða þá tilraun til gagnrýni á heimspekihefðina sem svo mikið ber
á í öðrum ritum hans. Bókin er frá upphafi til enda hugleiðing um
kennsluaðferðir og þjálfun hugsunar að gefnum forsendum Deweys.
Dewey hafði ætlað sér að skrifa kennslubók sem gæti orðið grundvall-
artexti í kennaramenntun. Því var honum mjög umhugað um að einhver
sýnilegur árangur yrði af notkun hennar. Ef marka má bréfaskriftir hans
taldi hann bókina eiga erindi við fleiri en kennara og að hún gæti jafnvel
nýst í starfsmannaþjálfun fyrirtækja. Hugsun og menntun átti að vera eins
konar handbók hugsunarinnar, nauðsynlegt hjálpargagn í hinni miklu
sérhæfðu starfsþjálfun sem nútímasamfélag krefðist.30
28 Sjá John Dewey, Ethics [1932], bls. 322-328, Art as Experience [1934], Minton
Balch and Company, New York. Endurprentuð sem The Later Works, 10.
bindi, Southern Illinois University Press, Carbondale, 1987, bls. 161. Einnig
umfjöllun í Jón Ólafsson, tilv. rit, bls. 260.
29 Sjá The Correspondence of John Dewey 1871-1919, Geisladiskur, Past Masters,
Charlotteville, 1999. 1911.05.02 (01991) til H. Robet og 1915.05.13 (03530) til
Scudder Klyce.
30 The Correspondence of John Dewey 1871-1919. 1918.11.16 (03843) til Alberts
C. Barnes.