Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 57
SKÍRNIR
51
VERÖLDIN ER SÖNGUR
var ævinlega að dunda við [...] Hann þurfti ekki að segja meira en
þrjú orð í samhengi, og stundum ekki nema tvö, til þess að það
væri skáldskapur með hafdjúp dulinnar tónlistar að baki.“ (93-94)
í Atómstöðinni lýsir Ugla símtali við Búa Árland:
Þetta held ég sé símtalið okkar að svo miklu leyti sem hægt er að rekja
samtal þar sem stúlka talar við karlmann og karlmaður við stúlku, því
auðvitað segja orðin fæst, ef þau segja þá nokkuð; það sem tjáir okkur er
sveiflan í röddinni, og ekki síður þó hún sé tempruð, andardrátturinn,
hjartslátturinn, viprurnar um munn og auga, þensla eða samdráttur
ljósopsins, mátturinn eða máttleysið í hnjánum, auk þeirrar keðju dulinna
viðbragða í taugum, og spýtíng leyndra kirtla sem maður aldrei kann
nöfn á þó maður lesi það í bókum: þetta er inntak í samtali, orðin eru
næstum tilviljun.11
í verkum Halldórs eru sterk tengsl milli skáldskaparins og
móðurinnar. Þannig verður sár aðskilnaður Ólafs Kárasonar við
móður sína uppspretta skáldskapar hans, sem hann svo aftur upp-
lifir í tónum náttúrunnar „sem óumræðilegan hljóm“. Níu ára
stendur hann einn úti í náttúrunni og upplifir þennan hljóm bein-
línis líkamlega:
Hann finnur guðdóminn birtast í náttúrunni í óumræðilegum hljómi, það
var kraftbirtíngarhljómur guðdómsins. Hann veit ekki fyr til en hann er
sjálfur orðinn titrandi rödd í almáttugum dýrðarhljómi [...] það var eins
og sál hans væri að fljóta saman við eitt ómælishaf æðra lífs, ofar orðum,
handan við alla skynjun; líkaminn gagnsýrður af einhverju brimandi ljósi,
ofar ljósum; andvarpandi skynjaði hann sína eigin smæð mitt í þessum
óendanlega dýrðarhljómi og ljóma.12
„Það var svo undarlegt hljóðfæri í brjósti hans,“13 segir um
Nonna litla í Sjálfstæðu fólki, sem eins og Garðar Hólm í Brekku-
kotsannál á eftir að verða söngvari og syngja fyrir heiminn. Það
gerir hann í minningu móður sinnar, en hún er jafnframt upp-
spretta söngsins:
11 Halldór Kiljan Laxness, Atómstödin, Reykjavík: Helgafell, 1948, bls. 241.
12 Halldór Kiljan Laxness, Ljós heimsins, Reykjavík: Bókaútgáfan Heimskringla,
1937, bls. 18.
13 Halldór Kiljan Laxness, Sjálfstætt fólk II, Reykjavík: E. R Briem, 1935, bls.
143.