Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 108
102
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
þeim líkamshlutum Flóres sem tengjast kynferði hans en á fremur
óhefðbundinn hátt. Flóres hefur ekki skegg og þekkist varla frá
konum en er hér sýndur sem kynferðislegt viðfang, karlmaður í
hefðbundinni stöðu konu. I vestrænni menningu er alkunna að
karlar góni á brjóst kvenna en hér er sjónum beint að geirvörtum
karlsins.
Flóres er ný tegund karlmanns, viðkvæm, skegglaus og grát-
andi. Hann virðist nánast kynlaus uns konungurinn hefur flett af
honum og kannað málið. Flóres er fagur á sama hátt og Blankiflúr.
Það er raunar í samræmi við venjur í riddarabókmenntum, þar
sem föt leika meira hlutverk en líkaminn í að sýna kynferði per-
sóna.18 Á hinn bóginn er sjaldgæfara að munur kynjanna sé lítill
sem enginn. Fötum Flóres er eitt sinn lýst, er hann fer „í rauðan
kyrtil" (58) og enn má benda á að rautt er skrautlegur litur. Flór-
es er til sýnis í sögunni, ýmist skrautlega klæddur eða nakinn fyrir
augum afbrýðisams konungs en jafnan augnayndi.
Á hámiðöldum var afstaðan til skeggleysis þversagnakennd í
Evrópu. Annars vegar var skegg helsta tákn karlmennsku og
skortur á skeggi þá talið merki um kvenleika, t.d. í Njálu.19 Á hinn
bóginn einkenndi skeggleysi karlmenn sem voru vígðir til skírlíf-
is og voru þó fulltrúar andlegs og veraldlegs föðurlegs valds.20
Skeggleysi komst einnig í tísku hjá ungum hirðmönnum víða í
Evrópu á þeim öldum sem Flóres saga er sett saman og þýdd á
norrænu. Það vakti miklar deilur og átök og ýmsir klerkar deildu
hart á „kvenlega" tísku hirðmanna, skeggleysi, hrokkið eða sítt
hár, táskó, léttúð, hjali við konur, hlátur og kjaftæði og voru slík-
ir menn kallaðir „effeminati."21 Svipaða gagnrýni má finna í Njálu
18 Sbr. Schultz, „Bodies That Don’t Matter.“
19 Schultz, „Bodies That Don’t Matter“, 94. Sbr. Ármann Jakobsson, „Ekki kosta
munur", 24-26 o.v.
20 Jo Ann McNamara, „The Herrenfrage: The Restructuring of the Gender
System, 1050-1150,“ Medieval Masculinities: Regarding Men in the Middle
Ages. Claire A. Lees ritstýrði. Minneapolis og Lundúnum 1994, 3-29.
21 Um þessi átök, sjá m.a. C. Stephen Jaeger, The Origins of Courtliness: Civi-
lizing Trends and the Formation of Courtly Ideals 939-1210. Philadelphia 1985,
176-95; Gábor Klaniczay, The Uses of Supernatural Power: The Trans-
formation of Popular Religion in Medieval and Early-Modern Europe. Cam-
bridge 1990, 58-65; Brian Stock, The lmplications of Literacy: Written Lan-