Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 97
SKÍRNIR
UPPREISN ÆSKUNNAR
91
en til þess þarf einnig lestur kennslubókarinnar De arte amandi.
Hér vinna saman sú náttúra sem fylgir kynþroskaaldrinum og
menntunin sem hjálpar manninum að bera kennsl á eigin tilfinn-
ingar, þ.e. rit Óvíðs.
Sagan um Flóres og Blankiflúr er gestur í íslensku menningar-
lífi. Hún er þýðing á frönsku kvæði sem að líkindum er frá 12. öld.
Á Norðurlöndum er hún til bæði í sænsku hirðkvæði (Eufemíu-
vísunum) frá upphafi 14. aldar og í norsk-íslenskri sögu sem yfir-
leitt er talin hafa verið þýdd þegar á 13. öld þó að handritin séu
yngri. Það er sú saga sem er hér til umræðu.2 Af henni eru aðeins
til eitt norskt og tvö íslensk handrit og tvö handritsbrot en efni
hennar er einnig rakið í hinni feykivinsælu Sigurðar sögu þögla
sem um 60 handrit eru varðveitt af. Þá er minnst á þau skötuhjú í
Geirríðar rímu og um þau ortar rímur á 19. öld. Síðar verður til
„framhaldssaga" um Flóres konung sem hefur raunar óljós tengsl
við hina gömlu þýddu sögu. Þó að hér sé ekki á ferð íslensk saga
og ekki sé víst að þýðingin sé íslensk hefur sagan borist til Islands
og orðið íslendingum hugstæð.
Fyrri rannsóknir á sögunni hafa meira og minna snúist um hinn
norræna þýðanda Flóres sögu og vinnubrögð hans. Hér verður ekki
höggvið í þann sama knérunn. Þýðingin er almennt talin fremur ná-
kvæm og fáu breytt efnislega þó að menn hafi eðlilega beint mjög
sjónum að því sem var breytt.3 Ekki verður heldur fjallað um þró-
2 Um sænsku gerðina, sjá m.a. Oskar Klockhoff, Studier öfver Eufemiavisorna.
Uppsölum 1880; Valter Jansson, Eufemiavisorna. En filologisk undersökning.
Uppsölum og Leipzig 1945. Persónurnar Flóres og Blankiflúr lifðu framhalds-
lífi hér á landi, m.a. í Sigurðar sögu þögla (Late Medieval Icelandic Romances II.
Editiones Arnamagnæane B, 21. Agnete Loth gaf út. Kaupmannahöfn 1963,
99-102; Sigurðar sagaþögla: The Shorter Redaction. Edited from AM 596 4to.
Rit Stofnunar Árna Magnússonar á fslandi 34. Matthew James Driscoll gaf út.
Reykjavík 1992,20) og í Flóres sögu konungs og sona hans (Drei LygisQgur. Alt-
nordische Sagabibliothek 17. Halle (Saale) 1927) þar semlítið lifir raunar af Flór-
es nema nafnið.
3 Sjá Geraldine Barnes, „The Riddarasögur: A Medieval Exercise in Translation,"
Saga-Book 19 (1977), 403-41; Geraldine Barnes, „Some Observations on Flóres
saga ok Blankiflúr,“ Scandinavian Studies 49 (1977), 48-66; Helle Degnbol, „A
Note on Flóres saga ok Blankiflúr," Opuscula 6 (1979), 74-78; Geraldine Barnes,
„On the Ending of Flóres saga ok Blankiflúr,“ Saga-Book 22 (1986), 69-73; Ian
Campbell, „Medieval riddarasögur in adaption from the French: Flóres saga ok