Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 163
SKÍRNIR
HVAR? ... Ó HVAR?
157
(í dýpstu kvölum þagnar mannlegt mál,
en guðleg náð gaf tungu mínum trega.)
(Magnús Ásgeirsson þýddi)37
Dæmi um hinn klassíska elegíuhátt, tregalag, má taka úr þýðingu
Helga Hálfdanarsonar á kvæði eftir gríska skáldið Mímnermos
sem uppi var á seinnihluta 7. aldar fyrir okkar tímatal:
Hverfult er æskunnar yndi; sem upp rís sólin og hnígur
fyrr en varir, svo fljótt fölnar ævinnar vor.
Þegar á brott er vor blómi, er öll vor farsæld á enda;
langtum fremur en líf laðar þá dauðinn í fang.38
Eða úr frægustu klassísku elegíu sem ort hefur verið á íslensku:
Island! farsældafrón og hagsælda hrímhvíta móðir!
Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin best?
Allt er í heiminum hverfult og stund þíns fegursta frama
lýsir sem leiftur um nótt, langt fram á horfinni öld.39
I báðum dæmunum er einnig um elegíu í seinni skilningnum að
ræða: saknaðarljóð. Hinn elegíski tónn, saknaðartónninn, er einn
hinn varanlegasti í allri sögu ljóðlistarinnar. Svo yrkir Verlaine á
19. öld, það mikla elegíuskáld; þýðingin er eftir Helga Hálfdanar-
son:
- Qu’as tu fait, ó toi que voilá
Pleurant sans cesse,
Dis, qu’as tu fait, toi que voilá
De ta jeunesse?
(Ur „Le ciel est, par-dessus le toit ...“)
(Ó, hver ert þú, sem höfug tár
á hvarmi skína?
Hvert hurfu liðin ævi-ár
með æsku þína?)40
37 Magnús Ásgeirsson: Ljóðasafn II, Helgafell 1975, bls. 288.
38 Helgi Hálfdanarson: Nokkur þýdd Ijóð, Mál og menning 1995, bls. 104.
39 Ritverk Jónasar Hallgrímssonar I, Svart á hvítu 1989, bls. 63.
40 Helgi Hálfdanarson: Erlend Ijóð frá liðnum tímum, Mál og menning 1982, bls.
231.