Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 210
204
JÓN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
skólinn væri undirbúningur undir lífið frekar en lífið sjálft. Skólasamfé-
lagið væri samfélag í orðsins fyllstu merkingu og mikill hluti þeirrar þjálf-
unar sem skólinn veitti nemendum fælist einfaldlega í þeirri reynslu sem
þeir fengju sem væru fullgildir þátttakendur í samfélagi. Svo væri einnig
um siðferðismenntun: „besta og dýpsta siðferðilega þjálfunin sem hægt er
að fá er einmitt sú þjálfun sem fæst af raunverulegu sambandi við annað
fólk í samvinnu og samtaka hugsun.“36
Einn helsti galli skólans að áliti Deweys væri tilhneigingin til að ein-
angra námsgreinar hverja frá annarri í stað þess að leitast við að tengja þær
saman. Þessi aðskilnaður væri bagalegur af tveimur ástæðum. Hann kæmi
í veg fyrir að ólíkar námsgreinar bættu hver aðra upp og ýtti undir þá
ranghugmynd að grundvallarmunur væri á ólíkum greinum.37
I heimspeki sinni leggur Dewey kapp á að skoða það sem sameinar öll
vitsmunaleg tök á viðfangsefnum. Á sama hátt gerir hann tengingu náms-
greina að aðalatriði í skólastefnu sinni. Og þannig kýs hann að fjalla um
hugsunina. Vitræn hugsun, eða vit (intelligence), einkennist ekki bara af
færni við að glíma við tiltekin afmörkuð vandamál. Dewey kostar einnig
kapps um að sýna fram á að vitræn hugsun standi ekki undir nafni nema
einnig sé átt við getuna til að yfirfæra reynslu og árangur af einu sviði yfir
á annað. Yfirfærsla hugsunarinnar og sköpunarmáttur, sem getur brúað
bilið á milli ólíkra sviða mannlegrar starfsemi og viðfangsefna, er eitt leið-
arstefið í helstu ritum Deweys, ekki síst í Hugsun og menntun. Ritið er
því ágætur leiðarvísir fyrir þá sem vilja stíga það skref til fulls sem Dewey
boðar, þó að það kunni að vera ófullnægjandi fyrir þá sem vilja skilja þann
heimspekilega rökstuðning sem að baki býr.
Miðhluti bókarinnar, einkum 7.-8. kafli, eru þungamiðja hennar. Þar
gerir Dewey grein fyrir þrepaskiptingu ígrundaðrar hugsunar, greinar-
mun á staðreyndum, hugmyndum og dómum38 og fyrir hugmyndum sín-
um um hlutverk sundurgreiningar og samtengingar. Hér lýsir Dewey í
grófum dráttum aðferðafræði rannsóknar og notar rannsóknakenningu
sína sem líkan. Þessi aðferðafræði kann við fyrstu sýn að virðast hvers-
dagsleg, í raun lítið meira en sjálfsagðir hlutir um gagnrýna hugsun.
Dewey brýnir fyrir okkur að ígrunduð hugsun sé marksækið ferli, hún
verði til af hindrun sem stöðvar eða kemur í veg fyrir að hægt sé að ljúka
athöfn. Það sem réttu nafni kallist hugsun snúist um að losna við þessa
hindrun. Verkefni hugsunarinnar felst í fyrstu í því að skilgreina vandann,
afmarka hann o.s.frv. Dewey leggur áherslu á að vandinn eigi sér sjálf-
36 John Dewey, „My Pedagogic Creed“ [1897], The Essential Dewey, 1. bindi,
Indiana University Press, Indianapolis, 1998, bls. 231.
37 Sjá John Dewey, Schools of Tomorrow [1915], The Middle Works, 8. bindi,
Southern Illinois University Press, Carbondale, 1980, bls. 242-243.
38 Dómur (e. judgment) merkir niðurstöðu eða endapunkt rannsóknar hjá Dewey.