Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 61
SKÍRNIR VERÖLDIN ER SÖNGUR 55
höfðu ekki komið sér upp skilgreindu hlutverki og samfélagslegu
gervi. Fyrirmynd Alfgríms í söngnum er heimssöngvarinn Garð-
ar Hólm sem fólk bíður eftir að fá að heyra syngja, „lángþjáð af
þögn“ (176). En Garðar Hólm er dularfullur og er ævinlega horf-
inn þegar búið er að auglýsa að hann eigi að syngja. I þau fáu
skipti sem þeir hittast tala þeir saman um tónlist og söng, og Álf-
grímur þýfgar hann um hinn hreina tón. Hinn hreini tónn er leið-
arminni sögunnar og kemur þar fyrir aftur og aftur.20 Andstæða
þessarar miklu tónlistar og tónlistarumræðu í sögunni eru allar
lýsingar hennar á ræðum manna, klisjum þeirra og merkingar-
leysi. Best kemur þetta fram í kaflanum um rakarafrumvarpið, þar
sem hver karlinn á fætur öðrum tekur til máls um það sérkarlalega
málefni hvort leyfa skuli rakarastofur eða ekki. Þetta er rætt á
opinberum fundi og „voru margir ræðumenn á biðskrá“ (223),
m.a. einn „rauðbirkinn og hálfsköllóttur með óhirðulegt yfir-
skegg" (226). Þessi maður hefur verið „studiosus perpetuus í
Kaupmannahöfn í þrjátíu og fimm ár“ (226) og slær um sig með
heimsbókmenntum rakarafrumvarpinu til stuðnings:
Einsog þið sjálfsagt vitið þá setti Göthe karl hinn þýðverski einusinni sam-
an bókarkorn sem hann kallaði Fást; það er um mann sem varð helvítis-
matur af að sofa hjá kvenmanni. Auðvitað kemur sitthvað fleira fyrir í
bókinni, en þetta er rúsínan. (227)
í svipuðum dúr eru ræður fundarmanna án þess að röklegt sam-
hengi við umræðuefnið sé alltaf ljóst. Þar með afbyggja þær sjálf-
ar sig og verða hlægilegar.
Ræður og frumvörp eru samfélagslega viðurkennd orðræða
sem krefjast valds. Það gerir tónlistin hins vegar ekki. „Það er til
einn tónn - og hann er hreinn" (120), segir Garðar Hólm við Álf-
grím. Þessi tónn tengist sköpuninni. Hann verður til á streng sem
„ekki gefur vald yfir himni og jörð“:
20 Hugmyndin um hinn hreina tón, hina algeru tónlist, án orða og annarrar merk-
ingar en sjálfa sig, er eitt af grundvallarhugtökum tónlistarheimspekinnar og á
rætur að rekja til Schopenhauers, Wagners og Nietzsches. Sjá Carl Dahlhaus,
Die Idee der absoluten Musik, Kassel: Bárenreiter, 1978. Sjá einnig kenningar
Susanne Langer um „the pure sound“ sem ósýnilegan heim hljóma og hlustun-
ar handan hugsunar og ytri veruleika. Feeling and Form, bls. 104.