Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 155
SKÍRNIR
HVAR? ... Ó HVAR?
149
tvennu lífi; þegar þeir eru í leiðslu þessari, muna þeir hina fyrri
leiðsludrauma sína (Fjallkonan 1888, 47). „Garðar Hólm vaknaði
altíeinu eins og svefngánga á miðri götu, nam staðar og horfði á
mig (Halldór Laxness: Brekkukotsannáll (1957), 116).
3) Freistandi er að sjá í orðinu „undursamleiki" annað en
venjulega merkingu þess. - Til þess að geta tengt „Söknuð" skáld-
skap expressjónistanna þarf Ingi Bogi meðal annars að draga í efa
að Jóhann Jónsson hafi skilið orðið ,undursamleiki‘, svo mjög hafi
kunnáttu hans í móðurmálinu hrakað, heldur hafi hann lagt í það
merkinguna ,undarleiki‘ sem betur falli að expressjónískum
anda!17 Erfitt er að ímynda sér að hægt sé að komast að öllu frá-
leitari niðurstöðu í bókmenntarannsókn. Mann langar helst að
segja: bókmenntafræðingur, ekki meir, ekki meir! Kvæði á borð
við „Söknuð“ er ekki ort af skáldi með skerta málkennd. Auk þess
væri merkingin ,undarleiki‘ út í hött á þessum stað, sú mynd hins-
vegar fögur og í anda kvæðisins að kalla skáldgáfuna (ef við segj-
um að það sé merkingin) ,brunn undursamleikans í brjóstinu'.
Eftir það sem tíundað er hér að framan er ekki nema sjálfsagt
að geta þess að Ingi Bogi ýjar að efasemdum og bendir raunar á
einn mun á „Söknuði“ og expressjónískum skáldskap (sem í sjálfu
sér er hæpin alhæfing eins og ég hef bent á): „Söknuður“ horfi til
fortíðar en expressjónísk kvæði til nútíðar eða framtíðar. Honum
finnst þó „freistandi“ að líta svo á að hér sé komin sú undantekn-
ing sem sanni regluna (41), að þrátt fyrir þennan mun sé skyldleik-
inn ótvíræður. Ég tel hinsvegar að hér birtist skýr eðlismunur sem
fólginn sé í Ijóðtegundinni, í því hverskonar ljóð þetta eru, eins og
ég mun víkja að síðar.
Þeir sem þykjast kenna expressjónísk áhrif í „Söknuði“ en sjá lítil
líkindi þess kvæðis við þýsku kvæðin fimm hér að framan,18 geta
17 „Slík merking slær hreinni samhljóm við ófullburða og framandi kenndir
kvæðisins og stendur mun nær expressjónískum aldarhætti“ (39).
18 Eitt þeirra sker sig þó nokkuð úr, „Grodek“ eftir Georg Trakl, og alls ekki er
fráleitt að sjá nokkurt svipmót með því kvæði og „Söknuði” eins og ég kem að
síðar.