Skírnir - 01.04.2002, Blaðsíða 96
90
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
Fólk sem ber blómanafn er þar með tengt náttúrunni sterkum
böndum. Síðar í Flóres sögu er Flóres dulbúinn sem blóm, látinn
„fara í rauðan kyrtil, at hann skyldi samlitr við blómit" (58).
Þannig hverfur hann innan um hin blómin sem er áminning um að
ást þeirra Blankiflúr er eðlileg og náttúruleg, á sér upphaf í náttúr-
unni. Þau eru blóm á meðal blóma.
Flóres og Blankiflúr eru fædd sama dag. Þó að þau séu ekki
systkin virðist það gera þau að eins konar tvíburum. Frá upphafi
undrast menn hve lík þau eru (9) og fullorðin þekkjast þau hvort
af öðru. Ferjumaður nokkur getur sagt Flóres af ferðum Blanki-
flúr þess vegna: „hér var mey ein fyrir skgmmu; var hon þér mjpk
lík“ (39). Og Lídernis húsfreyju í Babýlon þykir hún sjá draug í
Flóres: „Næsta sýniz mér, sem ek sjá Blankiflúr hvert sinn, er ek
sé þenna mann, ok ek hygg, at hann sé bróðir hennar, fyrir því at
hann hefir slíkan lit ok slík læti, sem hon hafði“ (43—44).
Ástarsögur snúast oft um fund andstæðna en um þessa ástar-
sögu gegnir öðru máli. Flóres og Blankiflúr eru alin upp sem
systkini. Þau eru ekki andstæður heldur tvíburasálir; ætluð hvort
öðru, ekki af foreldrunum heldur gæfunni. Ást þeirra verður ekki
til í leiftri eða fyrir hendingu heldur er hún til frá öndverðu.
Fívörfin verða þegar elskendurnir uppgötva ást sína og skilja á
nýjan hátt. Segja má að við það nái þau unglingsaldri, hin barns-
lega systkinaást verður að erótískari ást gelgjuskeiðsins.
Þau kennsl verða við lestur fræðibókar, rits Óvíðs um ástina:
En þegar er þau hpfðu aldr til ok náttúru, þá tóku þau at elskaz af réttri
ást. En þau námu þá bók, er heitir Óvidíus de arte amandi; en hon er gerð
af ást, ok þótti þeim mikil skemtan ok gleði af, þvíat þau fundu þar með
sína ást. (9-10)
Ástin býr í Flóres og Blankiflúr en finnst við lestur góðra boka;
þetta er ást sem finnst við menntun og er að því leyti siðmenntuð.
Um leið er hún hluti af eðli elskendanna, ekki framandi eða nýtt
afl. Hér eru náttúra og siðmenning engar andstæður. Þessi fundur
veldur þeim Flóres og Blankiflúr engu hugarangri, aðeins „skemt-
an og gleði“. Notkun orðsins náttúra í þessari lýsingu er merking-
arþrungin. I sögunni er ástin náttúruleg eins og blómin. Hin „rétta
ást“ (sem er greinilega jákvæð) brýst fram þegar tími er til kominn