Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.2002, Side 211

Skírnir - 01.04.2002, Side 211
SKÍRNIR MENNTUN, REYNSLA OG HUGSUN 205 stæða tilvist, hann þarfnist rannsóknar, skýringar og réttlætingar áður en hægt sé að leysa hann. Vert er að vekja athygli á nokkrum atriðum í þessu sambandi. í fyrsta lagi býr að baki sú grundvallarafstaða að verk hugsun- arinnar sé að glíma við vanda. Dewey telur því yfirvegun sem ekki tekst á við verkefni eða vandamál ekki vera eiginlega hugsun. í öðru lagi er það viðhorf að í rannsókn sé leitað að því sem er líklegt til að leysa tiltekinn vanda, frekar en að skilja við hann óleystan eða telja hann jafnvel óleys- anlegan. í þriðja lagi er aðferðin sjálf. Dewey virðist halda að besta leiðin til að hugsa um rannsókn, til að hugsa um hugsun, sé að velta fyrir sér að- ferðum hennar. Hvað sem segja má um þá aðferð sem Dewey lýsir, þá er það sjálfstæð spurning hvort besta leiðin til að hugsa um rannsókn sé að leggja drög að aðferðafræði rannsóknar. Richard Rorty hefur bent á að togstreita komi fram hjá Dewey á milli „freistingarinnar til að segja að við þurfum ekki á annarri reglu að halda en þeirri sem Peirce sló fram, það er „stíflaðu ekki farveg rannsóknarinn- ar“ og hins vegar þeirrar þarfar að setja niður fyrir sér aðferð sem geti bætt hugsunaraðferðir fólks sé henni beitt."39 Hvers vegna skyldum við láta okkur svo annt um rannsóknaraðferð? Hvers vegna ekki einfaldlega að opna augun fyrir því að með því að telja eina rannsóknaraðferð yfir aðra hafna erum við enn á ný að falla í gryfju þeirra ranghugmynda sem setja réttnefnda þekkingu í samband við eitthvað fyrirframgefið, hvort sem um er að ræða fyrirframgefið viðhorf eða föst sannindi um heiminn? Áhersla Deweys á aðferð verður hins vegar skiljanleg í ljósi uppeldis og menntunar. Hann gerði sér mætavel grein fyrir því að aðferð af því tagi sem hann lýsti gat aldrei orðið annað en ófullkominn leiðarvísir þeirra sem hefðu áhuga og vilja til að hugsa skipulega um þekkingu og rann- sókn. Það sem máli skiptir er einmitt sú afstaða sem setur menntun í miðju heimspekinnar. Dewey hafnar þannig þeirri aðgreiningu sem oft er gerð á rannsókn og námi. Aðferðafræði getur aldrei skapað öruggt kerfi leiða til að feta frá vandamáli að lausn þess. Sá sem fæst við rannsókn þarf að vera varkár, eða „írónískur" svo notað sé orðalag Rortys, gagnvart þeirri aðferð sem hann beitir. Honum þarf alltaf að vera ljóst að það er sama hvaða aðferð er beitt: Hún er alltaf takmörkuð og háð endurskoð- un og breytingum.40 Þrepaskiptingin eins og Dewey lýsir henni í Hugsun og menntun ger- ir tvennt sem er sérstaklega mikilsvert frá kennslufræðilegu sjónarmiði: Hún felur í sér einfalt líkan rannsóknar sem á við um hugsun um dagleg vandamál og um flókinn vísindalegan vanda. I öðru lagi birtist líkanið í 39 Richard Rorty, „Introduction", The Later Works, 8. bindi, Southern Illinois University Press, Carbondale, 1989, bls. xiv. 40 Sjá H.S. Thayer og V.T. Thayer, „Introduction", The Middle Works, 6. bindi, Southern Illinois University Press, Carbondale, 1973, bls. xiii, xvii.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.