Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 77
D r e k a r , d ö m u r o g d æ m a l a u s t ö f r a b r ö g ð TMM 2009 · 2 77 í nýrri seríu fantasía og fylgir hefðbundinni formúlu átaka góðs og ills, en þar breytist svínahirðir í hetju. Hér er stuðst við kunnugleg ævin- týraminni, en ævintýrið lifir góðu lífi í heimi fantasíubókmennta. Þessi bókaflokkur er kominn nokkuð til ára sinna sem skýrir kannski hversu lítil nýsköpunin er. Nokkuð ólík nálgun á fantasíuna birtist í Úlfabróður (þýð. Salka Guðmundsdóttir 2005) eftir Michelle Paver, en hún er fyrsta bókin í seríu sem hóf göngu sína árið 2004. Paver er sögð hafa mikinn áhuga á fjarlægri fortíð og mannfræði og ber bókin þess skýr merki, en Úlfabróðir gerist á forsögulegum tíma og segir frá ungum dreng sem missir föður sinn og heldur í hættulega hetjuför. Paver kryddar söguna (stundum óþarflega) miklum upplýsingum um lífshætti og sérstaklega heimspeki veiðanna, öllum búnaði og trúarbrögðum er lýst nákvæmlega og þannig er dregin upp afar lifandi og áhrifamikil mynd af þessum for- sögulega heimi. Fyrsta sagan í Bartimæusar-þríleik Jonathans Stroud, Verndargrip- urinn frá Samarkand (2003, þýð. Brynjar Arnarson 2008) er hins vegar öllu öflugra verk. Hún gerist í London sem hér er höfuðborg galdra, en galdrar eru almennt viðurkenndur hluti heimsmyndarinnar. Og það eru galdramenn sem eru við völd og þeir hafa lítið álit á almúganum. Hér er því deilt á ógnarstjórn og lagskipt samfélag og kallast þetta nokkuð á við umræðu um stéttaskiptingu sem er mikilvægur þáttur bókanna um Harry Potter. Þessi stéttaskipting binst síðan hugmyndum um þekkingu og vald tengt því galdraþema sem er algengt innan fantasíubókmennta. Átökin milli hins góða og hins illa eru iðulega tengd þekkingu, sérþekk- ingu galdramanna og eða annarra yfirnáttúrulegra vætta. Sumir nota þessa þekkingu í þágu hins illa, til að ná völdum og kúga aðra en aðrir – sem yfirleitt eru hetjur sagnanna, en ekki endilega hér – vilja nota hæfileika sína og þekkingu til að hjálpa öðrum. Þetta birtist í ýmsum myndum, í annarri Ávítara-sögunni nær hinn illi Drakan taki á Dínu og neyðir hana til að nota hæfileika sína í þágu hins illa, á sama hátt og fulltrúar orðsins nota það sem valdatæki í Rúnagaldri. Þannig er það ekki þekkingin sem slík sem er vandamálið, heldur það hvernig hún er (mis)notuð af þeim sem sækjast fyrst og fremst eftir völdum.4 Hæfileik- ar galdramannanna í bók Strouds eru þó ekki til komnir vegna ein- hverrar sérgáfu heldur aðallega lærdómi og þekkingu í því að kalla fram anda, eða djinna, og púka og því má segja að þessir galdrar tilheyri heimi kabbalisma, særinga og Þúsund og einnar nætur. Það sem gerir söguna áhugaverða er að báðar aðalpersónanna eru nokkuð fráhrind- andi. Titilpersónan Bartimæus er lævís og lyginn djinni sem hefur engan áhuga á að vera þræll galdramanns og svífst einskis til að sleppa TMM_2_2009.indd 77 5/26/09 10:53:26 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.