Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 59
C o d u s c r i m i n a l u s : M a n n s h v ö r f o g g l æ p i r TMM 2011 · 3 59 við um innflytjendamálin eins og hitt. En þetta er hvorki í fyrsta né eina skiptið sem Erlendur talar svona. Þetta stef kallast á við lýsingar á köldum raunveruleika íslenskra glæpa eins og fyrr var nefnt þar sem glæpum á Íslandi er lýst sem slysum og illa ígrunduðu klúðri. Hlutverk glæpafléttunnar virðist því ekkert endilega vera að lýsa snilli þess sem leysir málið eða að gefa lesanda innsýn í forboðinn heim glanslegra gangstera. Áherslan er frekar á hið samfélagslega samhengi og þá sérstaklega samfélagsmeinin sem glæpirnir afhjúpa – og eru hluti af. Þó er það ekki þannig að þar sé glæpasöguformið beinlínis notað til að ráðast markvisst gegn ýmsum stórum vandamálum – pólitískri spill- ingu, eiturlyfjum, vændi, kynferðislegri misnotkun og svo framvegis – heldur er aðferð Arnaldar frekar sú að láta gagnrýnina koma fram í smáskömmtum, í gegnum hversdagsleg atriði rannsóknarinnar.17 Þessi áhersla á samfélagsmein er nátengd norrænu glæpasögunni. Norrænir krimmar fjalla iðulega að stórum hluta um félagsleg mál- efni og hafa á undanförnum árum þjónað því hlutverki innan bók- menntanna að rýna í samfélagsleg átakaefni og deila á það sem miður fer í þjóðfélaginu og hjá stjórnvöldum. Í umfjöllunum breskra og banda rískra bókmenntarýna um norrænu glæpasögurnar kemur fram að þarna sé að finna mótsögn sem knýr norrænu glæpasöguna, því fyrir mörgum eru Norðurlönd fyrirheitna landið hvað varðar félagsleg gæði.18 Norræna velferðarsamfélagið er frasi sem við kannski heyrum of oft til að hugsa út í hvað í honum býr en þessi tegund samfélags er ekki sjálfsögð, hún finnst ekki víða (jafnvel ekki einu sinni á Norðurlöndum, vilja sumir meina) og er af mörgum álitin fyrirmynd góðra, velvirkra og heilbrigðra samfélaga. Því finnst mörgum það heillandi að sjá að glæpir skuli líka þrífast í norrænum velferðarríkjum, að þessi skipulögðu og vel virku norrænu samfélög eigi við sömu vandamál að stríða og önnur, sömu samfélagsmeinin herji á okkur og aðrar þjóðir. Samfélagsleg ádeila var beinlínis markmið sænsku rithöfundahjónanna Maj Sjöwall og Per Wahlöö þegar þau hófu að skrifa sínar frægu glæpasögur árið 1965. Þau voru marxistar og ætluðu að nota glæpasöguna til að stinga á meinum sænsks samfélags. Segja má að þau hafi rutt brautina fyrir þá bylgju norrænna glæpasagna sem fylgdi í kjölfarið. Í grein sinni um skáldsögur Arnaldar leggur Kristín Árnadóttir áherslu á áhrif þeirra hjóna á íslenskan glæpaskáldskap og í bók sinni um sögu og þróun íslenskra glæpasagna tekur Katrín Jakobsdóttir í sama streng.19 Að vissu leyti má halda því fram að hversdagurinn sé því viðfangsefni verka Arnaldar, ekki síður en glæpir. Hið hversdagslega birtist meðal annars í lýsingum á starfi lögreglunnar en sögur Arnaldar eru gott
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.