Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 7
TMM 2012 · 1 7 „ … r a u n v e r u l e g l ý ð r æ ð i s l e g u m r æ ð a …“ Kröfur hafa komið fram um að endurskoðaðar verði ýmsar grundvallarreglur í íslensku stjórnskipulagi, þar á meðal þær sem lúta að skipulagi löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og aðskilnaði milli þessara tveggja valdþátta, hvernig er háttað reglum um ábyrgð handhafa framkvæmdarvaldsins og eftirliti með starfi stjórnvalda og um möguleika þjóðarinnar á því að taka beinan þátt í ákvörðunum með þjóðaratkvæðagreiðslu. Í þeirri umræðu hefur sjónum verið beint að stjórnarskrá lýðveldisins, setningarhætti hennar og þeirri staðreynd að raunveruleg lýðræðisleg umræða hefur aldrei farið fram hér á landi um það hvernig beri að haga þessum málum á Alþingi Íslendinga. Enn er byggt á því skipulagi sem var við lýði í konungsríkinu Íslandi árið 1874 sem Danakonungur ákvað, skipulagi sem endurspeglar engan veginn þann raunveruleika sem nú er í íslenskum stjórnmálum. (Skáletrun mín) Margt er áhugavert í þessum kafla sem kallar á frekari greiningu. Hér ætla ég einkum að staldra við þá staðhæfingu sem sett er fram sem staðreynd að „raunveruleg lýðræðisleg umræða [hafi] aldrei farið fram hér á landi“ um stjórnskipunina. Krafan um lýðræðislega umræðu er sett hér fram sem megintilefni að endurskoðun stjórnarskrárinnar á okkar tímum. Því er eðlilegt að spyrja hvað við sé átt með „lýðræðislegri umræðu“ og hvort sú fullyrðing að hún hafi aldrei farið fram hér á landi um þetta efni eigi við rök að styðjast. Líklega geta flest okkar verið sammála því að umræðan um málefni stjórnarskrárinnar hefði að ósekju mátt vera meiri í gegnum tíðina. Fæst okkar hafa til að mynda kynnst efni hennar eða tekið þátt í umræðum um hana í skipulegu námi í grunn- eða framhaldsskóla. Enda kom skýrt fram á þjóðfundi sem haldinn var árið 2010 ríkur áhugi meðal þátt- takenda að fólkið í landinu væri upplýst um inntak stjórnarskrárinnar og lögð áhersla á að hún væri kynnt í skólum landsins.3 Þá kann sú staðreynd að samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þurfa breytingar á stjórnarskránni ekki að fara í sérstaka þjóðaratkvæða- greiðslu hafa leitt til þess að ekki hafi orðið alvöru umræða í þau skipti sem mikilvægar breytingar hafa verið gerðar á stjórnarskránni í gegnum tíðina. Eins og málum er háttað verða breytingar hluti af umræðu fyrir alþingiskosningar og undir hælinn lagt hvort þær veki mesta athygli í þeirri umræðu. Þessi tilhögun kann jafnframt að eiga sinn þátt í að fjarlægja almenning frá stjórnarskránni og umræðu um breytingar á henni. Loks má velta því fyrir sér hvort skortur á lýðræðislegri umræðu um þessi mál eigi sér rót í almennu áhugaleysi um sameiginleg mál okkar. Páll Skúlason prófessor hefur haldið því fram að við Íslendingar höfum ekki lagt næga rækt við ríkið eins og hann hefur orðað það.4 Þar á hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.