Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 16
16 TMM 2012 · 1 Einar Már Guðmundsson Minningargrein um Joe Allard Ég segi við gestinn: „Ég ætla að leggja fyrir þig gátu.“ „Gátu?“ segir gesturinn. „Já.“ „Allt í lagi. Hvernig er hún?“ „Hún er svona,“ segi ég. „Ég var staddur í öðru landi en fór samt ekki úr landi. Hvar var ég?“ „Hvergi,“ segir gesturinn og hristir höfuðið. „Það er ekki hægt,“ segi ég. Þá fór hann að tala um tunglið og sálnaflakk og tímaflakk. Jafnvel ruglun skilningarvitanna bar á góma. Hafa skáldin ekki alltaf dregið veruleikann í efa? Ég er ekki ég, ég er annar, og allt það. „Já, hvernig er hægt að vera í tveimur löndum í einu?“ segir gesturinn. „Það er hægt að vera í Noregi, Finnlandi og Rússlandi, öllum í einu, en Ísland er eyja!“ „Já, þetta er miklu einfaldara en þú heldur,“ segi ég. „Ég fór til Keflavíkur, upp á Keflavíkurflugvöll, svæði sem er á Íslandi en tilheyrir Ameríku.“ *** Eða var það öfugt? Það er ekki gott að segja. Hvenær tilheyra löndin Ameríku og hvenær ekki? Hvar byrjar Ameríka og hvar endar hún? Nú eru mörg ár síðan, svo mörg að þessi gáta er ekki lengur nein gáta. Ameríka er farin. „Ameríka ég hef gefið þér allt en nú er ég ekkert.“ Þannig orti Allen Ginsberg og þannig hugsuðu margir í grennd við hers töðina þegar Ameríka pakkaði saman og fór. Reiðir karlar létu í sér heyra. Sorgmæddar konur mættu á svæðið. Bæjarstjórinn sagðist myndu fara sjálfur til Boston og sækja fleiri hermenn. Allir vissu að hann var bjart sýnni en ameríski draumurinn, en sá er víst frekar svefnlaus þessa dagana.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.