Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 17
M i n n i n g a r g r e i n u m J o e A l l a r d TMM 2012 · 1 17 Þetta hafði gesturinn ekki hugsað út í. Herinn bara var hér. Þeir sem voru á móti honum vildu ekki sjá hann. Þeir sem voru með honum vildu heldur ekki sjá hann; og smám saman hættu flestir að velta honum fyrir sér. Hluti af landinu var Ameríka. Hluti af okkur er Ameríka, en Ameríka var lokuð, afgirt með gaddavír, vaktskýli og vörðum. Enginn komst þangað nema með þartilgerð skilríki fyrir utan fuglinn fljúgandi; og fuglar þurfa ekki skilríki. *** Þetta er ekki vísindaskáldsaga sem gerist á öðrum hnöttum með sálna- flakki og tímaflakki eða skrímslum úti í geimnum. Þetta er heldur ekki glæpasaga þó að lögreglan komi við sögu, meira að segja herlögreglan og hernaðaryfirvöld. Jeppar merktir MP – military police – óku um svæðið. Hér er engin gáta, nema sú í upphafi, en glæpasögur líkjast gátum, jafnvel krossgátum. Ekki nema að hernaðaryfirvöld séu glæpsamleg, herlöggan eða löggan, þessi einmana íslenska lögga í vaktskýlinu sem skildi ekki brandarana mína, eða þá að ég er glæpamaðurinn eða við skáldin, ég og Bragi Ólafsson. Ég er enn merktur þessari ferð, ekki alveg á sama hátt og Knut Hamsun var merktur Ósló sem þá hét Kristjanía og enginn yfirgefur fyrr en hann hefur látið á sjá, einsog segir í meistaraverkinu Sulti. Hvernig við erum merkt herstöðinni, hvernig við erum merkt Ameríku, er önnur saga, á sinn hátt alveg jafn sorgleg og sagan sem sögð er í Sulti. Ameríska her- stöðin á Íslandi, The American Military Base Keflavík Iceland, var hins vegar líkari dönsku Kristjaníu, hipparíkinu á Kristjánshöfn í Kaup- mannahöfn, í þeim skilningi að vera ríki innan ríkisins. En þar endar líka skyldleiki þessara tveggja ríkja. Ef Fídel Kastró væri Íslendingur og kúbanska byltingin hefði verið gerð á Íslandi þá hefði bandaríska herstöðin á Keflavíkurflugvelli getað orðið einsog Guantanamo á Kúbu, einskonar amerískt fríríki sem breyta mætti í fangelsi við þartilgerð skilyrði. Það er þó líklegra að við slíkar aðstæður hefði herinn skakkað leikinn og steypt hinum íslenska Kastró af stóli. Með því hefði hann aðeins verið að uppfylla eina af greinum NATO-sáttmálans. Herinn átti að verja okkur fyrir Rússum en það urðu aldrei nein átök við Rússa. Það kom heldur ekki til mála að nota herinn í landhelgisdeilunni við Breta. Eina skiptið sem það var til umræðu að nota herinn var í allsherjarverkfallinu árið 1955. ***
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.