Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 19
M i n n i n g a r g r e i n u m J o e A l l a r d TMM 2012 · 1 19 dreypa á veigum hersins og herinn hefur fyrir sitt leyti alveg vitað hvað hann var að gera. Það var gaman að spjalla við lögregluþjónana. Þeir voru afslappaðir og skemmtilegir. Sagnalistin blómstraði við borðin. Veröldin fjarri öðrum veruleika í landinu. Þetta var einsog að koma í nýtt land. *** Nokkrum dögum seinna sat ég heima við vinnu mína. Þá hringdi síminn. Það var ameríski sjónvarpsmaðurinn. Hann fór lofsamlegum orðum um viðtalið og spurði hvort ég gæti komið aftur upp á Völl. Þeir myndu jafnvel taka annað viðtal og koma því í sjónvarpsstöðvar vestanhafs. Hann nefndi annan höfund sem talað hefði um Elvis Presley og sagt söguna af Elvis og Nixon og skammbyssunni sem Elvis gaf Nixon svo hann gæti tekið á hippunum. Ég mundi að það var Bragi Ólafsson. Best væri að við færum í tíma hjá Joe Allard og kynntum bækur okkar fyrir nemendum hans. Margt skiptir máli í þessari sögu, en tvennt umlykur hana. Annað er hervald, hitt er áfengi. Hvorugt er einsog það var. Herinn er farinn og sá sem hér skrifar hefur haldið sig frá áfengi um nokkurt skeið. Í seinna skiptið, þegar við Bragi vorum tveir, fórum við strax á bar eftir að hafa talað við nemendur Joes Allard. Ég var orðinn svangur en á þessum bar var einungis boðið upp á bjór og viskí. Við vorum ekkert að ybba gogg við heimsveldið og þáðum það sem í boði var. Viskí og bjór, það gat ekki verið betra, svona í upphafi. Við gáfum okkur á tal við nokkra hermenn sem sögðust vera með- limir í íslenskum jeppaklúbbi og stunda torfæruakstur og jöklaferðir í frístundum. Einn þeirra var með útskorið kort af Íslandi úr viði. Gullhúðuð stöng lá yfir kortið. „Ég er að ljúka herskyldu,“ segir ungi hermaðurinn þegar ég spyr hverju þeir fagni svo ákaft, „og þetta er kveðjugjöfin.“ „Og þeir gefa þér svona fallegan penna?“ segi ég og bendi á stöngina. „Nei, þetta er ekki penni, þetta er eldflaug,“ segja hermennirnir og skellihlæja. Allt kvöldið er þetta að renna upp fyrir mér og mér finnst þetta lýsandi fyrir viðhorf hins ameríska heimsveldis til Íslands. Við erum ekki penni heldur eldflaug. Þetta nærir stjórnlausa drykkju mína en þeir sem eru hneigðir fyrir áfengi finna alltaf afsökun jafnvel þó hún sé ekkert skyld tilefninu. ***
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.