Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 23
M i n n i n g a r g r e i n u m J o e A l l a r d TMM 2012 · 1 23 úr verkum sínum á Listahátíðinni í Essex. Sameiginlegur vinur okkar var Bernard Scudder, jafnaldri minn sem lést árið 2007. Hann kynnti okkur. Bernard þýddi bækur eftir mig á ensku og marga aðra. Að missa þessa tvo menn er mikill missir fyrir Ísland og íslenskar bókmenntir, mun meiri en brotthvarf hersins, þó hernum megi þakka komu Joes Allard til landsins. Joe Allard kom fyrst til Íslands á áttunda áratugnum til að kenna hermönnum amerískar bókmenntir, segja þeim frá Walt Whitman, Emily Dickinson og William Faulkner. Þá hófust kynni hans af íslenskum bókmenntum sem leiddu hann hingað aftur og aftur. *** Við ókum frá vaktskýlinu til móts við blokkirnar. Skokkarar hlupu út úr þokunni og bílar óku um einsog í framandi borg. Við fórum í skólann og dvöldum í þrjár kennslustundir með hermönnum, þremur bekkjum. Þetta var mjög gaman og gefandi og fór allt fram undir stjórn Joes Allard sem hafði einstakt lag á að töfra fram fróðleik, gleði og húmor. Þegar við Bragi höfðum lokið dagskrá okkar þurfti Joe að kenna einn tíma í viðbót og hermaður fylgdi okkur á barinn þar sem ég hélt að gullhúðaða stöngin yfir útskorna Íslandskortinu væri penni en reyndist vera eldflaug. „Teljið þið eldflaug vera tákn þessa lands?“ spurði ég hermennina. „Ekki við,“ sögðu þeir, „heldur yfirmenn okkar.“ „Og hverjir eru yfirmenn ykkar?“ „Sá æðsti er forsetinn,“ sagði einn. „Nei, guð,“ sagði annar. Svo fóru þeir að rífast um hvor réði Ameríku, guð eða forsetinn. Ég hélt áfram að drekka og fann hvernig ég æstist. „En stríð?“ sagði ég. „Viljið þið fara í stríð?“ „Í sjálfu sér ekki en það er fáránlegt að vera hérna og hafa ekkert að gera,“ sagði einn hermannanna. Þeir höfðu allir kynnt sig með nafni en þau gat ég ekki munað af því að þeir voru svo margir og ég þarf að heyra nöfn tvisvar eða þrisvar áður en ég vista þau í minninu. „Já,“ sagði annar. „Þetta er bara einsog að æfa fótbolta og fá aldrei að spila leik,“ en þá kom Joe Allard og brátt vorum við á leiðinni burt. *** Það hafði þykknað upp og kólnað. Við ókum nokkrar götur. Joe sagði Ólafi til vegar. Við vorum á leið í Sjóliðaklúbbinn. „Hérna,“ sagði Joe og við stöðvuðum fyrir framan blokk. Útidyr opnuðust. Við gengum niður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.