Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 23
M i n n i n g a r g r e i n u m J o e A l l a r d
TMM 2012 · 1 23
úr verkum sínum á Listahátíðinni í Essex. Sameiginlegur vinur okkar
var Bernard Scudder, jafnaldri minn sem lést árið 2007. Hann kynnti
okkur. Bernard þýddi bækur eftir mig á ensku og marga aðra. Að missa
þessa tvo menn er mikill missir fyrir Ísland og íslenskar bókmenntir,
mun meiri en brotthvarf hersins, þó hernum megi þakka komu Joes
Allard til landsins. Joe Allard kom fyrst til Íslands á áttunda áratugnum
til að kenna hermönnum amerískar bókmenntir, segja þeim frá Walt
Whitman, Emily Dickinson og William Faulkner. Þá hófust kynni hans
af íslenskum bókmenntum sem leiddu hann hingað aftur og aftur.
***
Við ókum frá vaktskýlinu til móts við blokkirnar. Skokkarar hlupu út úr
þokunni og bílar óku um einsog í framandi borg. Við fórum í skólann
og dvöldum í þrjár kennslustundir með hermönnum, þremur bekkjum.
Þetta var mjög gaman og gefandi og fór allt fram undir stjórn Joes
Allard sem hafði einstakt lag á að töfra fram fróðleik, gleði og húmor.
Þegar við Bragi höfðum lokið dagskrá okkar þurfti Joe að kenna einn
tíma í viðbót og hermaður fylgdi okkur á barinn þar sem ég hélt að
gullhúðaða stöngin yfir útskorna Íslandskortinu væri penni en reyndist
vera eldflaug.
„Teljið þið eldflaug vera tákn þessa lands?“ spurði ég hermennina.
„Ekki við,“ sögðu þeir, „heldur yfirmenn okkar.“
„Og hverjir eru yfirmenn ykkar?“
„Sá æðsti er forsetinn,“ sagði einn.
„Nei, guð,“ sagði annar.
Svo fóru þeir að rífast um hvor réði Ameríku, guð eða forsetinn. Ég
hélt áfram að drekka og fann hvernig ég æstist.
„En stríð?“ sagði ég. „Viljið þið fara í stríð?“
„Í sjálfu sér ekki en það er fáránlegt að vera hérna og hafa ekkert að
gera,“ sagði einn hermannanna.
Þeir höfðu allir kynnt sig með nafni en þau gat ég ekki munað af því
að þeir voru svo margir og ég þarf að heyra nöfn tvisvar eða þrisvar áður
en ég vista þau í minninu.
„Já,“ sagði annar. „Þetta er bara einsog að æfa fótbolta og fá aldrei að
spila leik,“ en þá kom Joe Allard og brátt vorum við á leiðinni burt.
***
Það hafði þykknað upp og kólnað. Við ókum nokkrar götur. Joe sagði
Ólafi til vegar. Við vorum á leið í Sjóliðaklúbbinn. „Hérna,“ sagði Joe og
við stöðvuðum fyrir framan blokk. Útidyr opnuðust. Við gengum niður