Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 29
E l d a r o g e n d u r t e k n i n g a r í a l d i n g a r ð i n u m TMM 2012 · 1 29 einnig hvað hann raunverulega felur í sér: herinn, lögregluna og aðrar sérhæfðar deildir einokunarréttar ríkisins á vopnuðu ofbeldi.5 Debord staðsetur þarna lögregluna á fleti óaðskiljanlegum vörunni, þessarar eignar sem á ferli sínum er aldrei undir yfirráðum þeirra sem framleiða hana eða vinna hráefni hennar, þeirra sem meðhöndla hana fyrstir manna, heldur ferðast stöðugt á milli seljenda og kaupenda. „Hvað er lögreglumaður?“ spyr Debord í því samhengi og svarar sjálfur: Hann er virkur þjónn vörunnar, maður í algjörri undirgefni við vöruna, og starf hans er að tryggja að tiltekin afurð mannlegs vinnuafls verði áfram vara, búin þeim göldróttu eiginleikum að greiða þarf fyrir hana, í stað þess að verða einskær kæliskápur eða rifill – óvirkur lífvana hlutur, hvers þess sem kemur til með að nýta sér hann.6 Kenningin er óumdeilanleg, enda studd af opinberlega yfirlýstu hlut- verki lögreglunnar. Við erum hér til að vernda líf og eignir, sagði starfandi yfirmaður Lundúnalögreglunnar í ágúst.7 Þar með haldast órjúfanlega í hendur, uppreisn gegn alvaldi lögreglunnar annars vegar og sniðganga á lögmálum vörunnar hins vegar. Eða eins og Debord orðar það: Með því að hafna niðurlægingunni sem felst í því að vera viðfang lögreglunnar, hafna hinir hörundssvörtu [sem tóku þátt í óeirðunum] á sama tíma niður- lægingunni sem felst í hollustu við vörur.8 … gegn alvaldi vörunnar Eðlilega er söluvaran miðlæg í skrifum Debord. Tilvera mannsins, sem háð er samfélagi hans við aðra menn og flóknu sambandi við náttúruna, er dags daglega smættuð niður í aðgengi hans að vörum. Lífsmark er mælt í kaupmætti og hegðun einstaklings er fyrst og fremst til marks um virkni (eða óvirkni) í efnahagskerfi – hverjar tekjur hans eru, hvað hann greiðir í skatta, hvað hann verslar og svo framvegis. Og ekki eingöngu verslar einstaklingurinn stöðugt með vörur heldur er hann eitt stykki vara sjálfur, eins og Noam Chomsky hefur fjallað um í tengslum við útgáfu dagblaða. Við fyrstu sýn virðist sem útprentað blaðið sé vara sem seld er lesandanum, en Chomsky bendir á að varan sem um ræðir er sjálfur lesandinn – aðgangur að honum er seldur auglýsendum.9 Vörumerkin umlykja allt – frá stjórnmálum til trúarbragða, frá lúxus- vörum til lífsnauðsynja, og frá andófi til hjálparstarfs.10 Á sjónvarps- markaðnum selja flokkar stefnumálin – líkt og glaðbeittir öskudags-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.