Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 29
E l d a r o g e n d u r t e k n i n g a r í a l d i n g a r ð i n u m
TMM 2012 · 1 29
einnig hvað hann raunverulega felur í sér: herinn, lögregluna og aðrar sérhæfðar
deildir einokunarréttar ríkisins á vopnuðu ofbeldi.5
Debord staðsetur þarna lögregluna á fleti óaðskiljanlegum vörunni,
þessarar eignar sem á ferli sínum er aldrei undir yfirráðum þeirra sem
framleiða hana eða vinna hráefni hennar, þeirra sem meðhöndla hana
fyrstir manna, heldur ferðast stöðugt á milli seljenda og kaupenda. „Hvað
er lögreglumaður?“ spyr Debord í því samhengi og svarar sjálfur:
Hann er virkur þjónn vörunnar, maður í algjörri undirgefni við vöruna, og
starf hans er að tryggja að tiltekin afurð mannlegs vinnuafls verði áfram vara,
búin þeim göldróttu eiginleikum að greiða þarf fyrir hana, í stað þess að verða
einskær kæliskápur eða rifill – óvirkur lífvana hlutur, hvers þess sem kemur til
með að nýta sér hann.6
Kenningin er óumdeilanleg, enda studd af opinberlega yfirlýstu hlut-
verki lögreglunnar. Við erum hér til að vernda líf og eignir, sagði
starfandi yfirmaður Lundúnalögreglunnar í ágúst.7 Þar með haldast
órjúfanlega í hendur, uppreisn gegn alvaldi lögreglunnar annars vegar
og sniðganga á lögmálum vörunnar hins vegar. Eða eins og Debord
orðar það:
Með því að hafna niðurlægingunni sem felst í því að vera viðfang lögreglunnar,
hafna hinir hörundssvörtu [sem tóku þátt í óeirðunum] á sama tíma niður-
lægingunni sem felst í hollustu við vörur.8
… gegn alvaldi vörunnar
Eðlilega er söluvaran miðlæg í skrifum Debord. Tilvera mannsins, sem
háð er samfélagi hans við aðra menn og flóknu sambandi við náttúruna,
er dags daglega smættuð niður í aðgengi hans að vörum. Lífsmark er
mælt í kaupmætti og hegðun einstaklings er fyrst og fremst til marks um
virkni (eða óvirkni) í efnahagskerfi – hverjar tekjur hans eru, hvað hann
greiðir í skatta, hvað hann verslar og svo framvegis. Og ekki eingöngu
verslar einstaklingurinn stöðugt með vörur heldur er hann eitt stykki
vara sjálfur, eins og Noam Chomsky hefur fjallað um í tengslum við
útgáfu dagblaða. Við fyrstu sýn virðist sem útprentað blaðið sé vara sem
seld er lesandanum, en Chomsky bendir á að varan sem um ræðir er
sjálfur lesandinn – aðgangur að honum er seldur auglýsendum.9
Vörumerkin umlykja allt – frá stjórnmálum til trúarbragða, frá lúxus-
vörum til lífsnauðsynja, og frá andófi til hjálparstarfs.10 Á sjónvarps-
markaðnum selja flokkar stefnumálin – líkt og glaðbeittir öskudags-