Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 35
E l d a r o g e n d u r t e k n i n g a r í a l d i n g a r ð i n u m TMM 2012 · 1 35 verið sjálfsprottin hviða uppsafnaðrar reiði í garð lögreglunnar.29 Sam- kvæmt leiðarahöfundi Guardian hefur hins vegar svo margt breyst síðan þá, lögreglan er betur menntuð en áður og betur í stakk búin til sam- skipta við jaðarhópa samfélagsins30 – fullyrðing sem skýrsla Guardian sneri svo á hvolf nokkrum mánuðum síðar. Óeirðunum er ekki leyft að tala fyrir sig sjálfar og augljósar staðreyndir ekki viðurkenndar fyrr en að lokinni faglegri úttekt. Þetta viðhorf – meðvitað eða ómeðvitað – verður þannig náskylt við- horfi lögreglunnar, þess sem kveikti á óeirðunum og endurspeglast í viðbragðsaðgerðum yfirvalda sem líkt og TIME gera lítið úr viðföngum sínum. Theresa May hlær að hverri tillögu að félagslegum ástæðum óeirðanna, segir það skiljanlegt að óeirðafólkinu sé ekki vel við lög- regluna og bregst við orðum eins viðmælenda skýrsluhöfundanna, sem sagði lögregluna stöðugt gera sér og sínum lífið leitt, með því að segja: „Gott. Þetta er akkúrat sú tegund af fólki sem lögreglan ætti að ráðast gegn.“31 Sú tegund af fólki – eins og allar þær tegundir dýra sem í gegnum miðaldirnar voru í Evrópu leidd fyrir dómstóla og sakfelld fyrir hina ýmsu glæpi. Og eins og mýs, dæmdar til að yfirgefa akrana, hafa unglingarnir í steypuskóginum nú í massavís verið dæmdir til að hverfa eins og ruslapokar inn um lúgur sem hægt er að loka svo að ekki þarf að leiða hugann að þeim á ný.32 Enginn trúir því að mýsnar fari raunverulega en dómarnir fullnægja refsiþörfinni, lýðræðishug- myndinni og réttlætisgoðsögninni. Handan mengaða loftsins, krafan Staðan er semsagt þessi: Blaðamenn fjalla á niðrandi hátt um uppþot dagsins í dag en upphefja átök gærdagsins, ljósrita svo niðurstöður Scarman-skýrslunnar en breyta dagsetningunni á meðan Theresa May minnist Margaret Thatcher með tilþrifum. Rúður brotna ekki í fyrsta sinn, eldar kvikna á löngu sviðnum götuhornum og fjölmiðlar halda heiðri hefðarinnar á lofti. Yfir raunveruleikanum gnæfir þessi ógurlega endurtekning – og þess vegna falla hálfrar aldar gömul skrif Debords eins og flís við samtímans rass. „Við lifum innan tungumálsins líkt og í menguðu lofti,“ sögðu sitúa- sjónistarnir árið 1963 og varla finnst betri lýsing á nýjársnótt – þessu mengaða mómenti uppgjörs hins liðna. Það er í mengunarskýi orðanna sem óeirðirnar eru gerðar upp og þær aðskildar frá öðrum uppþotum síðasta árs, þar sem stjórnmálamenn og fjölmiðlar komast upp með yfirlýsingar um „varanleg ör“33 á Lundúnum, að borgin verði „aldrei
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.