Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 35
E l d a r o g e n d u r t e k n i n g a r í a l d i n g a r ð i n u m
TMM 2012 · 1 35
verið sjálfsprottin hviða uppsafnaðrar reiði í garð lögreglunnar.29 Sam-
kvæmt leiðarahöfundi Guardian hefur hins vegar svo margt breyst síðan
þá, lögreglan er betur menntuð en áður og betur í stakk búin til sam-
skipta við jaðarhópa samfélagsins30 – fullyrðing sem skýrsla Guardian
sneri svo á hvolf nokkrum mánuðum síðar. Óeirðunum er ekki leyft að
tala fyrir sig sjálfar og augljósar staðreyndir ekki viðurkenndar fyrr en
að lokinni faglegri úttekt.
Þetta viðhorf – meðvitað eða ómeðvitað – verður þannig náskylt við-
horfi lögreglunnar, þess sem kveikti á óeirðunum og endurspeglast í
viðbragðsaðgerðum yfirvalda sem líkt og TIME gera lítið úr viðföngum
sínum. Theresa May hlær að hverri tillögu að félagslegum ástæðum
óeirðanna, segir það skiljanlegt að óeirðafólkinu sé ekki vel við lög-
regluna og bregst við orðum eins viðmælenda skýrsluhöfundanna,
sem sagði lögregluna stöðugt gera sér og sínum lífið leitt, með því að
segja: „Gott. Þetta er akkúrat sú tegund af fólki sem lögreglan ætti að
ráðast gegn.“31 Sú tegund af fólki – eins og allar þær tegundir dýra sem
í gegnum miðaldirnar voru í Evrópu leidd fyrir dómstóla og sakfelld
fyrir hina ýmsu glæpi. Og eins og mýs, dæmdar til að yfirgefa akrana,
hafa unglingarnir í steypuskóginum nú í massavís verið dæmdir til
að hverfa eins og ruslapokar inn um lúgur sem hægt er að loka svo að
ekki þarf að leiða hugann að þeim á ný.32 Enginn trúir því að mýsnar
fari raunverulega en dómarnir fullnægja refsiþörfinni, lýðræðishug-
myndinni og réttlætisgoðsögninni.
Handan mengaða loftsins, krafan
Staðan er semsagt þessi: Blaðamenn fjalla á niðrandi hátt um uppþot
dagsins í dag en upphefja átök gærdagsins, ljósrita svo niðurstöður
Scarman-skýrslunnar en breyta dagsetningunni á meðan Theresa May
minnist Margaret Thatcher með tilþrifum. Rúður brotna ekki í fyrsta
sinn, eldar kvikna á löngu sviðnum götuhornum og fjölmiðlar halda
heiðri hefðarinnar á lofti. Yfir raunveruleikanum gnæfir þessi ógurlega
endurtekning – og þess vegna falla hálfrar aldar gömul skrif Debords
eins og flís við samtímans rass.
„Við lifum innan tungumálsins líkt og í menguðu lofti,“ sögðu sitúa-
sjónistarnir árið 1963 og varla finnst betri lýsing á nýjársnótt – þessu
mengaða mómenti uppgjörs hins liðna. Það er í mengunarskýi orðanna
sem óeirðirnar eru gerðar upp og þær aðskildar frá öðrum uppþotum
síðasta árs, þar sem stjórnmálamenn og fjölmiðlar komast upp með
yfirlýsingar um „varanleg ör“33 á Lundúnum, að borgin verði „aldrei