Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 45
TMM 2012 · 1 45 Hallgrímur Helgason Kona fer undir vatn Guðrún frá Lundi. Nafnið hljómar eins og Forni Hvammur, ilmar eins og taða, og bragðast eins og soðbrauð, eitthvað gamalt og gott, sem vekur upp ljúfa væntumþykju, fortíðarþrá og kveikir bros. Ég hef tekið eftir því: Alltaf þegar Guðrún frá Lundi er nefnd á nafn fer fólk að brosa, að hlæja. Laxness lætur fólk kasta aftur höfði, Þórbergur framkallar hneigingu, Steinn gerir menn steinhljóða, Guð- bergur gerir fólki stút á munn og alltaf þegar Dagur er nefndur á nafn fara menn umsvifalaust að gyrða sig (ekki spyrja mig hversvegna) en þegar sú gamla frá Lundi dúkkar upp í samræðum fer fólkið að hlæja og slakar á. Öllum þykir vænt um hana en enginn tekur hana alvarlega. Dalalíf. Lengsta skáldsaga Íslands en léttvæg fundin. Hversvegna? Ekki kennd í skólum. Ekki með í miðjunni. Ófáanleg í bókabúðum. Hálfsársbið á bókasöfnum. Það þurfti heilt málþing til að maður færi að lesa. Og það var ekki auðvelt. Því fyrst var að útvega sér eintök. Það tók hálfan vetur að hafa upp á manni sem vildi selja. (Sjálfsagt hefði verið auðveldara að redda sér tveimur kílóum af heróíni í Reykjavík en fimm bindum af Dalalífi.) Röddin í símanum sagði: „Ég verð á hvítum sendiferðabíl á bílastæðinu fyrir utan Snælandsvídeó klukkan fimm á morgun. Kondu með cash.“ Og áhrifin voru svipuð og af dópi. Þegar maður var byrjaður var erfitt að hætta. Og þó er bókin 2.189 blaðsíður að lengd. Kæmi sagan út í dag yrði sagt í Kiljunni: „Jú jú, hún er ágæt. En það hefði mátt stytta hana um svona 1500 blaðsíður.“ Dalalíf er í raun ekki bók heldur dalur fullur af bæjum og fólki, veröld sem var, því þrátt fyrir allt trúir maður því að svona hafi lífið á Íslandi verið á torfbæjaröldunum fyrir þá tuttugustu. Það litla sem maður vissi um Dalalíf áður en lesturinn hófst var að í þeirri bók væri „alltaf verið að drekka kaffi“. Flestar bækur fá sínar klisjur, með réttu og með röngu, og það virðist nánast engin leið að hrista þær af. Sjálfstætt fólk er „hetjusaga hins sjálfstæða Íslendings“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.