Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 52
H a l l g r í m u r H e l g a s o n 52 TMM 2012 · 1 Þetta er flott. Eins og skilrúm milli lifandi og dauðra. Á næstu síðu er einnig að finna snjalla línu. Bls. 531: „Það fer eins og ég hef sagt að hún lognast útaf á eftir barninu, áður en langt um líður,“ sagði Sigga gamla einn morguninn við Finn úti á hlaðinu. Finnur gamli athugaði bæjarbustina vandlega áður en hann svaraði. „Ónei, Sigríður sæl. Það verður einhver á undan henni í garðinn, sem hraustari sýnist vera.“ Hér er enginn venjulegur afþreyingarhöfundur á ferð. Gamli maðurinn þaulskoðar bæjarburstina áður en hann svarar. Þið afsakið, en þetta minnir helst á Laxness. En Guðrún bætir um betur. Með þessu trixi, að láta Finn gamla horfa svona vel á bæjarburstina áður en hann svarar, fær hún okkur til að trúa orðum hans. En tekur okkur svo í bólinu tuttugu síðum síðar með því að láta húsfreyjuna deyja, þvert á orð þess gamla. Andláti Lísibetar er síðan lýst á mjög athyglisverðan hátt. Jón sonur hennar er inni hjá henni. Bls. 555: „Andardrátturinn var þungur og hryglukenndur. Hann flýtti sér að opna húsið. Baðstofan var mannlaus en framan úr kokkhúsinu heyrðist glaðvær hlátur stúlknanna. Þær höfðu verið að fá sér aukakaffi [ókei, smá kaffi hér] og ætluðu að láta Siggu lesa í bollana.“ Jón biður síðan Borghildi að fylgja sér inn til móður sinnar. Stuttu síðar kemur hún aftur fram: „Borghildur fór fram í kokkhúsið og sagði, hvað var orðið skipt um inni. Boll- arnir voru settir harkalega niður, eins og þeir hefðu átt sök á því, að látið var svona kjánalega á þessari alvörustundu.“ Maður heyrir í þeim hljóðin, þegar postulín skellur á tré, og senan lifnar við um leið og dauðinn er staðfestur. Svona sérstæða og nákvæma mynd málar ekki miðlungshöfundur. Eftirminnileg er einnig lýsingin á viðhaldinu Línu þegar Þóra kemur að henni og Jóni í sínu eigin eldhúsi um miðja nótt. Stúlkan kýs að hreyfa sig ekki en heldur þétt um hálsinn á hreppstjóranum. Bls. 999: „Lína sat alltaf í sömu stellingunum, með lokuð augun, og líktist helzt sofandi barni.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.