Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 53
K o n a f e r u n d i r va t n TMM 2012 · 1 53 Þá má einnig nefna sterka senu sem gerist í Reykjavík, þegar hinn ill- yrmislegi Páll Þórðarson, þá orðinn ræsisróni í sunnansollinum, sér óvænt Nautaflatafjölskylduna á götu í miðbænum. Og hér kemur loksins lýsing: Bls. 2053: „Ójá, þetta er nú konuskepnan. Ekki ósköp þrælkunarleg, sýnist manni. And- litið er eins og því hefði verið stungið ofan í mjólkurtunnu. […] Hvað svosem skyldi það að vera að gera hér í Reykjavík, þetta pakk? […] Þetta er víst sonurinn, einbirnið. Alveg eins og maður sjái sundurskotinn hausinn á honum Friðriki kaupmanni.“ Aðeins stór höfundur getur liðið að svona sé talað um fólk sem hann hefur skrifað um 2000 blaðsíður. Fræg er líka flott athugasemd um Ameríku: Bls. 618: „Ameríka er nú áþekkust himnaríki, að mér finnst,“ sagði Katrín. „Það eru fögur fyrirheit, en það eru fáir sem geta sannað þá alsælu.“ Ég veit satt að segja ekki hvort finna megi betri uppsúmmeringu á því ágæta landi. Að lokum ber síðan að nefna Ketilríði en persónan sú verður að teljast eitt af afrekum íslenskrar bókmenntasögu. Þar hefur höfundur skapað heilt eldfjall, tröllaukinn karakter sem heltekur söguna og huga lesandans af svo miklu afli að leita verður til mjög stórra höfunda eftir samanburði. Svo mikill og stór er lífskrafturinn í þessari skáldsagna- persónu að kerlingin bókstaflega tekur mann hálstaki, maður finnur líkamlega fyrir henni. Mig dreymdi hana í þrjár nætur að lestri loknum. Kannski er Ketilríði best lýst í þessari stuttu setningu: Bls. 697: „Svo kyssti hún Sigþrúði svo fast að hana verkjaði í andlitið.“ Sagt hefur verið um Rómeó og Júlíu að höfundurinn hafi orðið að kála eftirlætinu sínu, hinum ofurmælska og ofurskemmtilega Merkútsíó, strax í þriðja þætti, annars hefði hann stolið öllum senum eftir það. Konan frá Lundi virðist hafa lent í sömu vandræðum með Ketilríði og jarðar þessa meistarasköpun sína áður en hún yfirtekur Dalalíf. Kerlingin sú er einn dévoðans húmor út í gegn. Fyndni er annars sjaldan í forgrunni sögunnar en liggur þó undir mörgum senum einsog hundur undir rúmi og rýkur svo upp með gelti á stöku stað. Kaflinn þar sem rauðhærðar systur Sigurðar birtast skyndilega í Hvammi með hávaða og hundrað spurningum er fyndinn, sem og lítið atvik í fyrr- nefndri lýsingarathöfn í kirkjunni á Nautaflötum. Siggi hefur um skeið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.