Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 54
H a l l g r í m u r H e l g a s o n 54 TMM 2012 · 1 verið vinnumaður hjá Þóru í Hvammi og engan grunaði að neitt væri á milli þeirra þegar skyndilega er lýst með þeim við messu á Nautaflötum, að viðstöddu fjölmenni. Brúðkaup er semsagt í bígerð. Magga gamla, vinnukonan í Hvammi, situr þar líka, jafn grunlaus og aðrir. Bls. 327: Nú varð fólkið fyrir alvöru hissa. Enginn þó eins og Magga gamla, hún leit hræðslulega í kringum sig, alveg eins og hún ætti von á, að allur söfnuðurinn gæfi sér utan undir fyrir að hafa ekki hugmynd um hvað verið hafði að gerast á hennar eigin heimili. Semsagt: Guðrún Baldvina er magnaður höfundur. En hvernig höfundur hefði hún orðið hefði hún gert eins og Laxness, sett sig í skip á sautjánda ári og haldið út í heim? Reynum að sjá fyrir okkur Guðrúnu frá Lundi á kaffihúsi í París árið 1910, með verðandi dúndurskáldum og dadaistum. Laus við börn og bústörf hefði hún auðvitað orðið annarskonar höfundur, líkast til meira á heimsvísu en dalvísu, og við hefðum eignast tvo alþjóðlega stórhöfunda á tuttugustu öld, talað væri um von Lund und Laxness. En allt er það ef og hefði. Þessi mikli rithöfundur fékk ekki að fóstra og næra sinn stóra hæfileika þegar hann þurfti þess mest. Hún var föst í torfbæjareldhúsinu og fékk hvorki yfirlestur né ritstjórn, hvað þá að njóta þeirrar dýrmætu uppörv- unar sem fylgir samneytinu við aðra höfunda. Fyrir vikið fengum við „alþýðubókmenntir“ í hæsta gæðaflokki og fráleitt að sýta það. Rétt eins og Hrútdælingarnir eru eins og þeir eru ber okkur að taka þykkustu bók Íslands eins og hún er. Við verðum að leggja frá okkur hefðbundinn mælikvarða á bókmenntir, kveðja kallinn, finna í okkur konuna og fara undir vatn, reyna þar að kalla fram í okkur sundtökin í annarskonar lestrarheimi en við eigum að venjast. Því þessi saga er unique. Það sem kom þó kannski mest á óvart við lestur Dalalífs var að ná óvænt sambandi við annan heim, því hér liggur leyndur þráður aftur til Íslendingasagnanna, þær einu heimsbókmenntir sem þekktust í afskekktum byggðum Íslands um margra alda skeið. Sú er hefðin sem Guðrún sprettur úr. Það er engu líkara en að síðasti sagnaritarinn hafi falið eldinn að lokinni ritun síðustu sögu á skinn og sautján kynslóðir geymt hann handa Guðrúnu frá Lundi: Já, svona líta Íslendingasögurnar út eftir átta aldir í súr. Margt hefur breyst en annað ekki. Þær sem fyrrum réðu drauma spá nú í bolla og þeir sem áður hefndu húskarla sinna hefna nú hrúta sinna. Knýja kolbrjálaðir dyra á næsta bæ með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.