Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 63
TMM 2012 · 1 63 Jón Karl Helgason Lárviðarskáld Valið milli Bjarna Thorarensen og Jónasar Hallgrímssonar 1 Á síðari hluta nítjándu aldar voru tvö íslensk ljóðskáld, þeir Bjarni Thorarensen og Jónas Hallgrímsson, talin bera höfuð og herðar yfir öll önnur og vera höfundar þess sem kalla má kanónu íslenskrar ljóðlistar.1 Enda þótt Bjarni væri rúmum tuttugu árum eldri en Jónas, fæddur 30. desember 1786, var útgáfa og dreifing á verkum þeirra furðu sam- stíga. Eins og Þórir Óskarsson rekur í grein sinni „Þjóðskáld verður til“ birtust fyrstu útgáfur á ljóðmælum beggja 1847, sex árum eftir andlát Bjarna og tveimur árum eftir fráfall Jónasar. Þessi söfn voru tekin upp sem námsefni í Lærða skólanum næsta vetur á eftir. Árið 1850 kom síðan út ljóðasafnið Snót með kvæðum ýmissa höfunda og reyndust 40% kvæðanna 110 vera eftir þá félaga; Bjarni á 23 kvæði í safninu en Jónas 22.2 Þetta safn seldist upp og var endurútgefið 1865 með umtalsverðum viðbótum en áfram áttu þeir Bjarni og Jónas stærstan hlut. Árið 1883 kom síðan út á vegum Hins íslenzka bókmenntafélags ný og endur- bætt útgáfa á verkum Jónasar og 1884 gaf félagið út hliðstætt safn með verkum Bjarna. Svipaða sögu er að segja af opinberri umræðu um bókmenntalega stöðu skáldanna á þessu tímabili. Sjálfur átti Jónas þátt í að lyfta Bjarna upp með erfikvæði sínu um hann sem birtist í sjötta árgangi Fjölnis 1843. Ekki var nóg með að Bjarni væri þar nefndur „ástmögur Íslanz hinn trausti / og ættjarðar blóminn“ heldur var hann beinlínis kallaður „þjóðskáldið góða“.3 Grímur Thomsen, sem birt hafði merka ritgerð á dönsku um ljóðagerð Bjarna árið 1845, orti sambærileg eftirmæli um Jónas og birti í Nýjum félagsritum 1846. Þar var Jónas sagður vera „Íslands […] óskabarn“ og auk þess í fyrsta sinn nefndur „listaskáldið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.