Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 68

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 68
J ó n K a r l H e l g a s o n 68 TMM 2012 · 1 1837 og 1841. Samkvæmt því var Jónas í raun að þakka fyrir sig – gjalda líku líkt – þegar hann kallaði Bjarna „þjóðskáld“ í erfikvæði sínu 1843. 3 Hannes Hafstein var einnig í fimm manna útgáfunefnd Bókmennta- félagsins vegna ljóðasafns Bjarna Thorarensen. Kosið var í nefndina á félagsfundi vorið 1883 og hlaut Hannes að þessu sinni flest atkvæði eða 28. Aðrir nefndarmenn voru Finnur Jónsson (24 atkv.), Bogi Thorarensen Melsteð (17 atkv.), Jón Þorkelsson (14 atkv.) og Einar Hjörleifsson (13 atkv.).21 Allir voru þeir tæplega hálfþrítugir og höfðu verið samtíða við háskólann í Kaupmannahöfn en tilheyrðu þar ólíkum fylkingum. Hannes og Einar voru í Verðandihópnum sem hinir þrír höfðu takmarkaðan þokka á, enda tilheyrðu þeir andstæðri klíku: Vel- vakandahópnum. Í bréfum heim þetta ár kölluðu þeir Jón og Finnur Verðandimenn til að mynda ýmist rennisteinsklíkuna (með vísan til efnisvals raunsæisskálda og jafnvel lifnaðarhátta því Velvakendur voru bindindissamari) eða Tryggvaskáldaklíkuna og vönduðu henni ekki kveðj urnar.22 Þó kom það í hlut Einars að rita inngang ljóðasafnsins en ljóst er að Boga þótti þar freklega framhjá sér gengið. Um það vitnar eftirfarandi klausa í innganginum: Einn af nefndarmönnunum er Bjarna ekki með öllu óskyldur, eins og mörgum mun kunnugt, og hafði auk þess, að sjálfs hans sögn, um margra ára tíma fengizt við að safna öllu því, sem hann gat upp grafið um Bjarna. […] Hann hefur hreint og beint neitað að láta mig fá að vita nokkurn skapaðan hlut skriflega eða munn- lega um Bjarna Thórarensen, og höfum við þó hinir nefndarmennirnir reynt til, bæði með illu og góðu, að fá það hjá honum, sem hann vissi.23 Orðalagið „Bjarna ekki með öllu óskyldur“ vísar til þess að Bogi var sonur Jóns Melsteð og Steinunnar, dóttur Bjarna Thorarensen. Þver- móðska Boga verður enn skiljanlegri í ljósi þess takmarkaða álits sem Einar virðist hafa haft á afa hans sem skáldi. Líkt og Hannes í inngangi að kvæðum Jónasar mælir Einar þá Bjarna hvorn við annan. Honum virðist Jónas vera betra náttúruskáld, Bjarni nái sér hins vegar á flug í ástarkvæðum og hafi þar að auki ort „betri erfiljóð en Íslendingar hafa nokkurn tíma fengið að sjá fyrr eða síðar“.24 Allt hljómar þetta kunnuglega en í lokaorðum sínum segir Einar: Bjarni er um fram allt skáld, en hann er ekki listamaður að sama skapi. Jeg vonast eptir að það sje mönnum þegar ljóst af því, sem jeg hef sagt um hann, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.