Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 69
L á r v i ð a r s k á l d TMM 2012 · 1 69 hann sje skáld hins innra, ekki hins ytra, sýnilega. Það kemur og fram í kvæðum hans, að því er til kveðandi kemur. Hann yrkir optast undir fornyrðislagi, og það allopt nokkuð óreglulega. Að því leyti hefur hann engar nýjar brautir rutt, en skilið það alveg eptir handa Jónasi Hallgrímssyni. Hann kann ekki einu sinni að yrkja undir hexametri á íslenzku, og það hefur enginn Íslendingur gert, svo jeg viti til, fyr en Jónas Hallgrímsson gerði það. Hvað kveðandi viðvíkur, er ekki heldur neitt af kvæðum hans snilldarverk, nema kvæðið „Sortanum birta bregður frí“.25 Hér er ekki lengur um það að ræða að þeir Bjarni og Jónas standi jafn- fætis heldur er niðurstaðan sú að sá síðarnefndi geti einn talist frum- legur listamaður, þess umkominn að skapa fjölda snilldarverka. Enn um hríð átti Bjarni sér þó hóp öflugra aðdáenda sem andmæltu því viðhorfi sem þarna kom fram og ræktuðu minningu skáldsins með nýstárlegum hætti. Á þrettándanum 1887 efndu stúdentar í Kaup- mannahöfn til hátíðar í tilefni af hundrað ára afmæli Bjarna viku fyrr. Fluttar voru tvær ræður, drukkin minni skáldsins og ljóð þess lesin upp og sungin. Þorsteinn Erlingsson talaði fyrstur og ræddi meðal annars um „einkunnir þær, sem Bjarna hafa verið gefnar sem skáldi af þeim, sem um hann hafa ritað á síðustu árum, og þótti honum þær ófull- komnar og óljósar“. Sjálfur sagði hann að þótt kvæðabók Bjarna væri lítil að vöxtum væri „hvert orð í henni […] gullvægt“. Næstur hélt Jón Jakobsson „áhrifamikla og snjalla ræðu fyrir minningu Bjarna, sem hann kvað vera skáldkonung vorn. Hann minnti á, að þar sem vjer hjeldum afmælishátíð Bjarna hjeldum vjer afmæli nýíslenzks skáld- skapar“. 26 Þetta kvöld var jafnframt efnt til samskota um gerð brjóstlík- neskis af Bjarna sem setja skyldi upp í Reykjavík. Aðalhvatamaður þessa fyrirtækis var Björn Bjarnason cand. juris „enda gaf hann líka mest (25 kr.)“ en alls söfnuðust um 160 krónur meðal veislugesta.27 Þeir gátu líka keypt „góða mynd („Cabinetsmynd“)“ af skáldinu sem „fótgraf“ Crome hafði tekið.28 Kostaði hver mynd tvær krónur og gaf ljósmyndarinn helming verðsins í söfnunina. Í lok kvöldsins var síðan stiginn dans, „og mátti sjá í danssalnum nafn Bjarna í gagnsæismynd“.29 Á næstu misserum söfnuðust alls um 400 krónur meðal Íslendinga í Kaupmannahöfn vegna brjóstmyndarinnar en það var aðeins um helmingur þeirrar upphæðar sem þörf var á. Vorið 1887 birtist því áskorun í blöðum heima á Íslandi þar sem sagði meðal annars: Í þeirri vissu von, að landar heima á Fróni muni ekki síður vilja heiðra minningu hins ágæta skáldsnillings Íslands, Bjarna Thórarensens, leyfum vjer oss að skora á þá, bæði konur og karla, að styrkja til þess með fjárframlögum, sem náttúrlega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.