Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 81
I n n i s k ó r TMM 2012 · 1 81 Ég vissi að hann var aumur í síðunni eftir byltuna um daginn. En hann var harður af sér. „Ferðu ekki fyrst með mig í klippingu, vinur? Máttu vera að því?“ Þetta kom mér í opna skjöldu, hann hafði ekkert minnst á klippingu þegar hann hringdi í mig. „Já, þú meinar,“ sagði ég. „Það hlýtur að sleppa, ég hringi í vinnuna og segi þeim að ég tefjist svolítið. Varstu búinn að panta tíma?“ „Nei, en það er aldrei löng bið hjá þeim. Þetta eru svo gamlir karlar að þeir eru búnir að drepa af sér flesta kúnnana.“ Ég ók með hann sem leið lá á rakarastofuna niðri í miðbæ. Þessa rakarastofu hafði hann alltaf notað og engin leið að breyta því. Ef hann þurfti að láta gera við bílinn fór hann líka alltaf á sama verkstæðið, jafn- vel þótt hægt væri að fá þjónustu miklu nær. Anna reyndi að breyta því eftir að hann bakkaði á í seinna skiptið en þá fékk hann bara vin sinn til að skutla bílnum á rétta verkstæðið. Ég steig út fyrir til að fá mér smók meðan hann var í stólnum og notaði tækifærið til að hringja í Önnu. „Hann vildi fara í klippingu líka, var hann búinn að nefna það við þig?“ sagði ég og reyndi að halda aftur af mér. „Nei, ekki einu orði. En hann er snyrtimenni eins og þú veist.“ „Ég má varla vera að þessu.“ „Þetta tekur nú ekki langan tíma. Og það er ekki oft sem hann biður þig um eitthvað.“ „Það er bara þessi tilætlunarsemi. Biður mig um eitt en bætir svo öðru eins við … En hann hefur nú aldrei þolað mig …“ „Hvaða vitleysa. Þú hefur bara aldrei gefið honum séns. Kannski er þetta það síðasta sem þú gerir fyrir hann –“ Tengdapabbi var að reyna að spauga við rakarann þegar ég kom inn. Ég heyrði hann hlæja sínum gamalkunna hlátri sem var næstum jafn kraftmikill og vanalega, mér til nokkurrar furðu. Að klippingu lokinni studdi ég hann út í bíl. Ég var dauðhræddur um að missa hann í götuna þegar við komum út því hann misreiknaði þrepið. En það bjargaðist og með sameiginlegu átaki tókst að koma honum upp í bílinn aftur. „Heldurðu að þú komir ekki við á Klapparstígnum, ég þarf að kaupa mér sjampó.“ „Fékkst það ekki hérna?“ „Nei, þeir eru ekki með nein almennileg sjampó hérna, karlarnir. Þetta er í leiðinni. Leiðinlegt að tefja þig svona.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.