Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 82

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 82
R ú n a r H e l g i Vi g n i s s o n 82 TMM 2012 · 1 Það var lítið um bílastæði við rakarastofuna á Klapparstíg. Að lokum brá ég á það ráð að leggja bílnum hálfum uppi á gangstétt öfugum megin. Gatan var þröng og nokkur umferð um hana en það kom ekki í veg fyrir að tengdapabbi opnaði dyrnar sín megin og legði af stað út úr bílnum. Ég hljóp til en þá var hann kominn út, hvernig sem hann fór að því, og tekinn að staulast upp að húsinu. Þar var upp nokkrar tröppur að fara, handriðslausar, en einhvern veginn tókst honum að komast klakklaust upp þær. Hann fékk sitt sjampó og svo hófst gangan til baka. Það var engu líkara en tengdapabbi gerði sér enga grein fyrir hættunni af aðvífandi bílum því hann steig beint út á götuna. Að þessu loknu gátum við loks snúið okkur að aðalerindinu sem virtist reyndar vera orðið að aukaatriði. Skóbúðin sem hann vildi fara í var ofarlega á Laugavegi, uppi undir Suðurlandsbraut. Í ljós kom að hann hafði áhuga á Birkenstockskóm, svipuðum þeim sem ég átti og voru nú reyndar farnir að láta á sjá. Ég notaði þess vegna tækifærið og spurði afgreiðslukonuna hvort hægt væri að líma þá. Ekki reyndust vera til Birkenstockskór af sömu gerð og ég átti en í staðinn kom afgreiðsludaman með skó sem hún sagði að væru síst verri. Þeir virtust henta honum vel eins og ástatt var fyrir honum. „Hvernig líst þér á þá?“ spurði hann. Ég sagði að mér litist vel á þá. Þetta virtust vera fínir skór, sterklegir og snotrir. Hann bað afgreiðslukonuna að leyfa sér að máta. Honum gekk vel að komast í vinstri skóinn en öllu erfiðara var að koma ristinni í hægri skóinn enda mikið reifaður. „Þetta er alveg ferlegt,“ sagði hann. „Við getum bætt við gati á ristarólina,“ sagði afgreiðslukonan. „Þá ættirðu að komast í skóinn.“ „Er það?“ „Það er ekkert mál.“ Að lokum tókst honum þó að troða sér í báða skóna án þess að gati væri bætt við. „Hvað heldur þú?“ spurði hann mig. „Mér sýnist að þessir skór gætu hentað þér vel. Þeir eru breiðir og góðir og ef þau bæta við gati ættirðu ekki að vera í vandræðum með að komast í báða skóna. Svo geturðu þrengt ólina aftur þegar þú losnar við umbúðirnar.“ „Eða þegar önnur hjúkka kemur á vakt,“ sagði hann kankvíslega. „Eða það.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.