Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 89
TMM 2012 · 1 89 Sigurjón Baldur Hafsteinsson Hughrif um varanleika Hjörleifur Stefánsson arkitekt skrifar stuttan pistil í TMM 3/2011, sem svar við grein minni frá heftinu þar áður. Í greininni benti ég honum á fjölmargar rangfærslur og misskilning um mál- flutning minn sem hann hafði uppi í TMM 1/2011. Um rangfærslur og mis- skilning sinn hefur hann engu við að bæta. Í svari sínu gerir hann að umtals- efni ljósmynd af manni við forvörsluað- gerðir á verkefni sem Hjörleifur var í forsvari fyrir og ég birti með svargrein minni. Textinn með myndinni fjallar um þversögn sem birtist í málflutningi Hjörleifs um torf sem menningararf- leifð. En þversögnin snýst um að á sama tíma og því er haldið fram að handverk- ið sé hluti varðveislu torfbæjararfs, þá eru þeir hinir sömu tilbúnir til þess að beita öðrum brögðum og umbreyta torf- rústum í annað en þær voru og eru við fornleifafundinn. Gildi torfsins Í grein í Ísafold frá 1878 er húsakostur Íslendinga gerður að umtalsefni og held- ur höfundur því fram að einn af „þjóðar löstum“ Íslendinga sé „skaðleg vanafesta“ og „heimskuleg fastheldni“ við fornar venjur. Og það á ekki síst við á sviði húsbygginga. Höfundur heldur því fram að grjótið sé nægt í landinu til þess að byggja steinhús og telur að vilji sé allt sem þarf. Þórður Guðmundsson, hreppstjóri á Hálsi, skrifar grein 1891 um samanburð á torbæjum og timbur- húsum en hann heldur því fram að torf- byggingar og torfskurður séu „hin versta plága“ sem skáki jafnvel frum- kröftunum eldi og ís! Vikublaðið Bjarki birti áhugaverða grein árið 1899 eftir Guðmund Hannesson lækni, en Guð- mundur skrifaði mikið á þessum tíma um tengsl heilsufars og húsnæðis. Í Bjarka gerir Guðmundur því skóna að lélegt heilsufar þjóðarinnar sé því að kenna að fólk „veltist innan um moldar- grenin og timburhjallana“. Guðmundur dregur upp dökka mynd af lífinu í torf- bæjum, en hann segir að þar séu: Hóstandi náfölar tæringar-beinagrindur, hálsdigur kirtlaveik börn með enda- lausum útbrotum og augnsjúkdómum, börn með bakið kengbogið af tæring í hryggnum […] Þá bætast við andvana fædd börn í heilum hópum, börn sem fæðast með einn arf og hann armlegan – kynsjúkdóm; fullorðnir menn með máttlausa báða fætur. (Guðmundur Hannesson 1899, bls. 1) Þetta er framtíðin í heilsufari, segir hann, verði ekkert að gert í húsnæðismálum þjóðarinnar. Guðmundi þykir sem sagt ekki mikið til húsakynna Íslendinga koma. Greinin gaf tóninn fyrir áratuga langt starf Guðmundar við að skrifa um húsakost Íslendinga. Í nýlegri bók Sig- urðar Gylfa Magnússonar sagnfræðings, Wasteland with Words (2010), er þeim hugmyndum haldið á lofti að torfbæir hafi verið „sorglega ófullnægjandi“ (2010:48). Þrátt fyrir að hafa verið einn helsti húsakostur landsmanna fram á tuttugustu öldina virðist sem að nei- kvæða myndin af torfbæjum hafi byrgt mönnum sýn á byggingarsögulegt gildi Á d r e p u r
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.